Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1913, Side 23

Skírnir - 01.12.1913, Side 23
Nokkrar athugasemdir. 311 irnir, sem slept er, haíi verið úr lögum numdir eða fyrir- sjáanlegt, að þeir mundu brátt úr gildi ganga. Þessi ein- falda og óbrotna skíring á jafnt við alla þáttuna, og kemur ágætlega heim við það, að Járnsíða er tekin inn í Staðarhólsbók við hliðina á G-rágás. Alt bendir til, að þetta vandaða handrit sje skrifað flrir íslenskan lögmann á árunum 1271 —1280, því að það hefur að geima alt það sem lögmaður þurfti á að halda við úrskurði sína, bæði hina níju lögbók, sem samþikt var á árunum 1271—1273, og sömuleiðis hin fornu lög, sem lögmaður varð að hafa til hliðsjónar í þeim málum, sem Járnsíða tók ekki ifir. Þá er og skiljanlegt, hvernig á því stendur, að algjörlega úreltum þáttum hinna fornu laga er slept. Langlíklegast þikir mjer, að Sturla lögmaður Þórðarson hafl látið rita handrit þetta. Hann var lögmaður ifir öllu landi 1272— 1276, og norðan og vestan 1277—1282, og það var hann, sem flutti Járnsíðu út hingað 1271. Verið gæti og, að bókin væri skrifuð flrir Jón gelgju Einarsson, sem var lögmaður sunnan og austan 1277—1294, og væri hún þá tæplega rituð fir enn 1277; þikir mjer það ólíklegra. Um fleiri lögmenn er ekki að velja á þessu tímabili. Af þeim ástæðum, sem nú hef jeg greint, tel jeg víst, að Grágás Staðarhólsbókar sje rituð 1271 í firsta lagi, og er hún því c. 10 árum ingri enn sáttmálinn 1262. Greinin um afnám erfðafirningarinnar í Staðarhólsbók sannar því ekki, að firningin hafi verið úr lögum numin firir 1262 með samningi milli Noregskonungs og íslendinga, eins og E. A. heldur fram, enda er það mjög ósennilegt í sjálfu sjer. Vjer höfum sjeð, að sá, sem ljet rita Konungsbók, telur Olafssáttmálann gildandi lög um erfðafirninguna um miðja 13. öld. Samningar þeir, sem E. A. gerir ráð firir, um afnám firningarinnar, ættu því að hafa gerst á árun- um c. 1250—1262. Um þann tíma höfum vjer mjög skil- ríkar og nákvæmar heimildir í Sturlungu og Hákonarsögu, og er þar hvergi getið neins slíks samnings milli Hákon- ar konungs og íslendinga, fir enn sáttmálinn 1262 kemur til sögunnar. Konungur hafði á þessum árum allar klær

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.