Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1913, Page 33

Skírnir - 01.12.1913, Page 33
Nokkrar athugasemdir. 321 ur 29. kap. í mannhelgi Járnsíðu orðrjett upp norska rjett- arbót frá árunum 1267— 1271 (sbr. Tímar. II, 18.—19. bls. neðanm.) og kemur þannig aðforminu til fram sem skírsla um, hyer lög gildi í Noregi um það efni, sem þar liggur firir, alveg eins og ríkiserfðakaflinn framar í bók- inni. Enn þó efar enginn, að e f n i þessa kapítula, þar á meðal afnám niðgjalda, hafi verið samþikt með Mann- helgibálknum á Alþingi 1272. í ritgjörð minni i Skírni 1910, 225.—226. bls., benti jeg á, hve ant þeim feðgum Hákoni gamla og Magnúsi lagabæti var um, að enginn skuggi fjelli á erfðarjett þeirra til konungdómsins, og að þá mætti geta nærri, hvort Magnús konungur mundi ekki hafa látið taka konungserfðalögin »í lögbækur þær, sem hann ljet semja handa í 81 a n d i«, auðvitað Járnsíðu og Jónsbók, því að þær tvær lögbækur og aðrar ekki, ljet Magnús konungur semja handa íslendingum. E. A. játar (á 115. bls.), að »þessi röksemdaleiðsla mín geti verið góð til stirktar þvi, að erfðalögin frá 1273 hafi komist inn í Jónsbók«, enn hann ber á móti því, að sama röksemdaleiðsla geti átt við um konungserfðirnar í Kristinrjetti Árna biskups, og fer um það svofeldum orðum(114.bls.): »í þessu sambandi (þ. e. þegar um konungserfðirnar í Kristinr. Árna er að ræða) verður þetta síðartalda atriði (o: það hve ant þeim feðgum var um erfðarjettinn) »sögulegar líkur* móti höf., því að ef þeim feðgum var ant um erfðarjett sinn — og það var þeim — hvers vegna lögleiddi Magnús konungur1 þá afnumin konungserfðalög norsk á íslandi, eftir að ní lög höfðu verið lögtekin handa Noregi? Var það í samræmi við umhiggju hans firir þeim rjetti sínum, að sín lög giltu um þetta efni í hvoru ríkinu?« Höf. held- ur því hjer fram í filstu alvöru, að það hafi verið Magn- ús konungur, sem »lögleiddi« Kristinrjett Árna! Hvar hefir hann heimildir firir því? Hingað til hafa menn trú- að Árna biskups sögu til þess að Arni hafi samið þennan *) Aaðkent af mjer. 21

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.