Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1913, Page 38

Skírnir - 01.12.1913, Page 38
Ofan úr sveitum. Nokkrar stökur kveðnar aí sveitakonum. Upp til sveita islenzkt mál á sér margan braginn. Eaulaðu þá við rokk og nál, reyndu, það styttir daginn. Gömul staka. Því er svo varið með skáldgáfuna, scm ílest annað andlegt atgerfi, að vér konur erum þar að jafnaði eftir- bátar karlmannanna. Skal hér ósagt látið hvort heldur það stafar af því, að heilinn í okkur sé léttari á voginni ieidur en þeirra, eins og sumir staðhæfa., eða það á rót sína i margra alda andlegri og líkamlegri kúgun. Um oss íslendinga, er sú raunin óhrekjanleg, að vér eigum enga skáldkonu er í námunda komist við góð- skáld vor. Alt um það heíir íslenzka konan ekki verið með öllu sett hjá í þá átt, og á síðustu árum hafa þó nokkrar ráðist i að gefa út skáldrit í bundnu og óbundnu máli sem töluvert hefir þótt í spunnið, svo sem frú Torf- hildur Hólm, Hulda, María Jóhannsdóttir, Ólöf Sigurðar- dóttir óg ef til vill fleiri. Þær munu þó stórum fleiri, sem aldrei hafa sungið í heyranda hljóði, bara raulað fyrir munni sér, eða kastað fram vísu og visu í sinn hóp. Á þann hátt ber það til að stakan lifir, en höfundurinn gleymist, enda eru svo margar vísur sem ganga manna á milli, að það væri ókleift verk að ættleiða þær allar, eða grafast fyrir til- drög þeirra. Sennilega er meira um kveðskap til sveita heldur en

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.