Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1913, Page 40

Skírnir - 01.12.1913, Page 40
328 Ofan úr sveitum. Bjáti eitthvað á, hlær hún kuldahlátur og segir: Ef ’ann heimur yglir sig og ætlar að kárna gaman, þá kveð eg háð um hann og mig og hlæ að því öllu saman. Eða hún huggar sig við það, að sætt er sameiginlegt skipbrot, hún sé ekkert einsdæmi um basl og vonbrigði, því: Brotinn pottur, budda tóm og basl er í öllum löndum, vonbrigði og vesaldóm veit eg í flestra höndum. Þetta og fleira bendir til þess að sveitakonan kastar tilfinningum sínum lítt. á glæ; ekki er þó loku fyrir það skotið að viðkvæmni kunni að grípa hana, svo henni verði það að kveða: í heiminum er margt til meins og mörg er lífsins gáta. Mér fin8t eg stundum njóti ei neins nema bara að gráta. Eða það sveimar eitthvað að henni sem vekur hjá henni óhug eða kvíða; til þess bendir visan: Um mig vefur arminn sinn einhver hulinn leiði. Eru þetta örlögin, eða hvað er á seyði? Gleðistundir eða algleymisaugnablik á sveitakonan stöku sinnum, en henni finst þau ærið litla viðdvöl hafa, hún mænir eftir hverfandi sælustund og kveður: Enginn festi á fisi mund, sem feykist undan vindi. Það var eins um þessa stund, hún þurfti að hverfa í skyndi.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.