Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1913, Page 42

Skírnir - 01.12.1913, Page 42
Ofan nr sveitum. 330 Nú er eg orðin grett og grá. Gott eiga þeir sem langa. Ein er það sem þykist fremur illilega hafa orðið fyrir harðinu á lífinu, hún fær ekki orða bundist og kastar fram: Mín er gatan grýtt og brött, gróin böli og tárum, því heill og gleði’ í hund og kött hraut fyrir mörgum árum. ■Og enn: Gleðin felur gullin sín, gengin er sól að unni. Háreist skýja höllin mín hrunin er niður að grunni. Þó kannast hún við, að margt var eplið sætt, sem lífið^rétti að henni, þó svik væri stundum í tafli, sem ráða má af þessari vísu: Mig hefir lífið látið dreymt ljúft og sætt á sprettum, en fegin vildi eg geta gleymt gletni þess og prettum. Og enn kveður hún: Gæfan lítt í garð minn leit, hún gaf með höndum naumum, en þó á eg meir en margur veit, í minningum og draumum. Minningar og draumar — það er nú bezta veganestið sem hún á til ófarinnar brautar; er og enginn alsnauður sem slíka hluti á í fórum sínum. Ekki munu konur alment djarfmæltar í ástakveðskap; þykir og bezt á því fara, að þær gæti þar hófs; þó ber það til að þeim hrýtur staka, sem heimfæra má til þeirra mála. T. d. kveður ein: Bikar nautna eg bar í munn, þann bjór er ljúft að kneifa,

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.