Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1913, Page 44

Skírnir - 01.12.1913, Page 44
332 Ofan úr sveitum. Fýkur í skjólin, skerpast hret, skefur af hól og grundum, ei til sólar séð eg get, svona eru jólin stundum. Það hlánar að vísu á milli hátíðanna, og á gamlaárs- kvöld er hellirigning og færð hin versta, en ekki léttist lundin mikið við það. Þá er kveðið: Skvettist væta úr skýjalind, skolar fætur hreinar, árið grætur sína synd, sér ei bætur neinar. En þegar hátíðunum sleppir fer sólin að hækka á lofti og dagarnir að lengjast. Allir fagna birtunni, jafn- vel gömul þjóðtrú er með ánægju látin fokka fyrir einn sólargeisla, sem sjá má af kyndilmessuvísu húsfreyjunnar Þó boði sólin hret og hel og heyrist bændur kvarta, vildi eg samt hún sæist vel og sendi’ oss geisla bjarta. Konan, sem í skammdeginu kvað um dimma daga ogr gletni lífsins, virðist nú létt í skapi, tekur langdeginu með- kostum og kvæðum, sem sjá má af þessum stökum: Fannaslæðum foldin mín fleygt í bræði getur, lokakvæðin kveður sín kólguskæður vetur. Vaknar alt af vetrarblund, vor er á fold og legi,' nú fer mín að lifna lund, líður að sumardegi. Kyssir geislinn grund og hól, glatt er um norðurheima, við skulum fagna vori og sól og vetrinum alveg gleyma.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.