Skírnir - 01.12.1913, Page 46
334
Ofan úr sveitum.
Verða það og sem betur fer fáir, sem svo eru þjak-
aðir af andstreymi lífsins, að ei brái af þeim þegar vorið
kemur »með sól í fangi og blóm við barm og bros á vanga
norður í heiminn*.
Stökur þær Sem eg hefi hér skráð og vafið litlu les-
máli um, eru allar vestfirzkar að uppruna. Höfunda læt
eg ekki getið, því bæði er það, að eg geri ráð fyrir að
mönnum þyki sem svona stökur hafi lítið bókmentalegt
gildi, og má þá einu gilda hvaðan þær koma, og að öðru
leyti þykist eg þess fullviss, að þær af höf., sem enn eru
á lífi, myndu kunna mér óþökk eina, ef eg nefndi nöfn
þeirra. Eg býst við að þeim þyki það meira en nóg
dirfska af mér að hafa sett stökur þeirra á prent, þó eigi
fylgi nöfnin með.
1 heódóra Thoroddsen.