Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1913, Page 47

Skírnir - 01.12.1913, Page 47
Brosið. Það var í rökkrinu á jólaföstu seint, sunnudagskvöld í skammdeginu. í rauninni var það um miðjan dag, þótt farið væri að skyggja. Eg lá upp í sófanum og lét fara vel um mig, eins og unt var. Við ofninn sat Bjarni, með pípuna i munninum og horfði út í myrkrið. Það syrti af jeli og dimdi snögg- lega, svo að næstum varð aldimt inni. Ofninn stóð op- inn og logaði vel í honum. Köstuðust fáránlegir glamp- ar um herbergið af eldinura. Við höfðum þagað góða stund. Bjarni var enginn málskrafsmaður og við vorum nógu góðir vinir til þess að geta, þvingunarlaust, setið þegjandi tímunum saman, einir, og hugsað hver sitt. Okkur fanst það ánægja. í þetta sinn var eg eiginlega ekki að hugsa um neitt, lá svona og horfði á glampana úr ofninum, sem hlupu eftir loftinu og stundum niður eftir veggjunum, og sýndust þeir furðu líkir norðurljósum. Við það, og ólætin í nríðinni á húsinu, barst hugurinn norður í land. Og áður en eg vissi var eg kominn á skauta þar, ekki samt í hríð, nei, í tunglsljósi og á fögru norðurljósakvöldi. í því var byrjað að hringja. Það heyrðist óglögt, við og við, gegn um hríðina, eins og huldufólkshringing í eyrum viltra manna er lýst í þjóðsögum. Bjarni leit upp. »Eg held eg hafi verið farinn að móka«, sagði hann. »Eg vaknaði þegar þeir fóru að hringja. En að þeir skuli nenna því í þessu veðri«.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.