Skírnir

Ukioqatigiit

Skírnir - 01.12.1913, Qupperneq 48

Skírnir - 01.12.1913, Qupperneq 48
336 Brosið. Eg þagði. Bjarni stóð upp og gekk að tóbakskassan- um í horninu á herberginu og lét í pípuna. Svo kveykti hann í, vel og vandlega, og settist svo niður í sama stað og áður. »Ertu annars sofnaður?«, sagði hann. »Nei«. »Nú jæja, en svona alt að því. Það fer svo vel um mann að sitja í myrkrinu og hlýjunni, sérstaklega þegar veðrið er svona, og þegja og hugsa«. »Það var tvent í ræðu þinni«, sagði eg, »sem átti við þig en ekki mig. Þú situr, eg ligg, þú hugsar en eg ekki. Og svo gleymdirðu líka því, að til þess að verulega vel fari um mann þarf að reykja. En nú ligg eg hér, og nenni ekki að standa upp«. Bjarni færði mér tóbakið og eldspýturnar og settist svo aftur. »Víst varstu að hugsa«, sagði hann, »þetta er einmitt að hugsa. Þegar hugurinn fær að fara sínar leiðir, ótrufl- aður, eins og í draumi, og ekkert er sem glepur«. »Ætli það sé nú ekki oftast eitthvað sem glepur. Eg var nú til dæmis áðan að reyna að hnoða saman vísu, en þá sá eg alt í einu að glamparnir úr ofninum eru eitthvað líkir norðurljósum. Og svo datt mér í hug hvað af öðru. Þetta gæti miklu fremur kallast hugsunarleysi«. »Mikið rétt en vitlaust þó«, sagði Bjarni og geispaði. »En skemtilegt er samt að lofa huganum að fljúga. Stund- um er það ómögulegt, eins og þú veizt. Eitthvað er þar svo ríkt, að það er þar altaf. Jafnvel draumarnir eru um það. En gott átt þú, að geta lofað huganum að fljúga«. Eg reykti og þagði. Eg sá að Bjarni lauk úr pípunni og lagði hana á borðið. Hann fór sér að engu óðslega. »Það var í fyrravor«, byrjaði hann, »að eg fór aust- ur í sýslur. Hér fyrir ofan G-eitháls rakst eg á hjón að austan og dóttur þeirra, eg reið fram á þau. Stelpan var svo lagleg og einkennilega skrítin, að eg gat ekki fengið mig til að skilja við þau og varð þeim samferða. Skrítin, segi eg, nei, eg skal segja þér, hún var hreint og beint
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Skírnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.