Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1913, Page 50

Skírnir - 01.12.1913, Page 50
338 Brosið. um! segi eg. Hvaða vitleysa! Því hvað hafa þau bros verið sem hún gaf mér, hjá þeim, sem hún gefur elsk- huga sínum«. »Þú hefir hreint og heint orðið ástfanginn í henni«, sagði eg. »Það væri hlægilegt, eða finst þér það ekki«? sagði Bjarni, hann stóð upp og gekk um gólf. »En það get eg sagt þér með sanni, að betur man eg þau bros en marga kossa. Það gerði rigningu þá um daginn, þegar við vor- um á heiðinni, og eg lánaði henni regnkápuna mína. Hún var svo föl og veikluleg og illa útbúin. Og svo þegar við kvöddumst, þá brosti hún«. »Hún hefir auðvitað orðið fegin að losna við þig«! sagði eg. Bjarni svaraði engu. Hann settist niður og horfði inn í eldinn. Eg hélt að honum hefði þótt við mig og ætl- aði að fara að segja eitthvað, en þá byrjaði hann aftur að tala. »Eg veit ekki«, svaraði hann. »Getur verið. I haust fór eg aftur austur og kom á bæinn til föður hennar. Hún var ekki heima. Það er fallegt á þeim bæ. Klett- ur fyrir ofan bæinn og stallur þar í með víði. Þar veit eg að hún hefir setið og brosað«. Bjarni stakk nú pípunni í vasann og stóð upp.“ »Nú ætla eg að fara, áður en"'næsta jel kemur. Blessaður«! »Heyrðu, Bjarni«, sagði eg -og settist upp. »Hvers- vegna sagðir þú mér þetta nú, en ekki fyr«? »Það skal eg segja þér«, svaraði hann lágt. »Eg mætti henni áðan hérna á götunni, þegar eg kom hingað til þín. Og hún þekti mig og —«, hann hikaði við. »Og hvað«? spurði eg. »Og brosti«! Þórir Bergsson.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.