Skírnir - 01.12.1913, Side 61
Nokkur orð um islenzkan ljóðaklið.
349
þulin i ferliða lotum, 4 vísuorðum, með 3 hvíldum, en
ekki 7, í hverri vísu, í samræmi við kenningar Sievers.
Allar kenningar S i e v e r s, sem víðfrægastar eru, um
löng og skömm atkvæði og atkvæðaskipun í hnigum og
stigum þessa háttar — þær hafa eflaust ævarandi gildi.
En bragliðaskifting hans er flókin og margbrotin, kemur
alls ekki vel heim við eðlilegasta kliðinn í þessum hætti og
fer líka iðulega í bága við efnið í ljóðunum og orðahreim
íslenzkunnar. Mjög margir af bragliðum hans eru mjúkir
(F. J., bls. 13—19), en þess konar bragliðir hafa jafnan
verið andstæðir eðli málsins. Mjúka liði finnur hann
aðallega í jöfnu áttungunum í fornyrðislagi (og 2. og 5.
vísuorði í ljóðahætti). En séu vísurnar þuldar smekkvís-
lega, í 4 lotum, þá dylst engu glöggu eyra, að hnigin i
upphafi jöfnu áttunganna eru ekki byrjun á mjúkum lið-
um, heldur lúta þau síðara stiginu í áttungunum á undan.
Nægir eitt dæmi þessu til sönnunar. Að dómi flestra mál-
fræðinga á Norðurlöndum ætti að liða og þylja 12. erindi
í Grípisspá þannig:
Auðr mun j ær-inn —
ef efl- | lk svá —
víg með | virð-um, —
sem víst | seg-ir; —
leið | at-huga —
ok lengr- | a seg —
hvat mun | enn vesa —
æv-í | minn-ar —
En þetta lætur miklu betur í íslenzkum eyrum og
bragliðaskiftingin verður miklu eðlilegri á þessa leið:
Auðr mun ær-inn ef
I , I ,
víg með virð-um sem
I „ I,
lei ð at-huga’ ok
1»
hvat mun
efl-ik svá —
1 „ 1 i
VÍ st seg-ir
1 n 1 r
lengr-a seg —
1 n 1 r
æv-i minn-ar
1 n 1 r
enn vesa