Skírnir - 01.12.1913, Qupperneq 62
350
Nokkur orð um íslenzkan ljóðaklið.
Hver smekkvís maður og heyrnarglöggur mun brátt
verða þess áskynja, ef hann reynir, að öll Ijóð undir forn-
yrðislagi láta miklu betur í eyrum, ef erindin eru þulin í 4
lotum; það mun sannast, ef rannsakað verður, að sá fram-
burður á langbezt við efnið í ljóðunum og eðli málsins og
veldur miklu geðfeldari klið en hin aðferðin, að hreyta
hverju erindi út úr sér í 8 rokum. Tvíliða vísuorð fara oft
vel milli lengri vísuorða, en eru jafnan ósnotur ein saman
í löngum erindum. Það væri t. d. stórskemd á kvæðinu
»Sæunn hafkona® eftir Jónas Hallgrímsson, að búta þar
sundur ferliða vísuorðin, bora málhvíldum inn í milli tví-
liðanna og þylja erindin í 8 lotum, með 7 hvíldum, t. d.:
Hjartað berst —
og hjartað titrar —
hjartað slær —
og berst af mæði; —
því óg ann þér —
miklu meira, —
mannsmynd kær! —
en um ég ræði. —
Þess er áður getið (III. k.), að ferliða vísuorð falla
jafnan ósjálfrátt í 2 tvíliði, án þess þó að nokkur hvíld
verði milli liðanna; f y r i r þetta einkenni, þetta t v í 1 i ð s-
eðli ferliða vísuorða, hafamennoftvilst
út í það, að búta þau sundur í tvö vísuorð (2 lot-
ur) og þar með skekkja og skemma kliðinn. Áttskift-
ing f o r n y r ð i s 1 a g s i n s er að öllum líkum
af þessari rót runnin1).
Ef ljóð undir fornyrðislagi eru þulin kliðrétt, í 4 lot-
um hvert erindi, þá verður þess fljótt vart, að — 1) v í s u-
orðin byrja stundum (ekki mjög oft) á raddléttum
forskeytum; (þesskonar forskeyti eru sjaldgæfari í
*) Huðhr. Yigfússon segir (i „Corpus poeticum“), að fornyrðislag
hafi verið orðið úreltnr hragarhúttur á dögum Snorra Sturlnsonar, enda
er þvi enginn sómi sýndur í Háttatali hans. Tviliðseðli ferliða visuorða
hefir Snorri ekki þekt; menn höfðu ekki á þeim tímum gert sér grein
fyrir þvi. Snorra-Edda er ekki óskeikull visdómur, fremur en ritningin,
ekkert vit að trúa í blindni á Háttatalið.