Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1913, Page 71

Skírnir - 01.12.1913, Page 71
Strætapentarinn. 359 hans. Hann hefur vakið eftirtekt — en hefur ekki reist sig upp af götunni. Þessi augnabliksverk hans, and- litin, horfa öll á mann svo kynlega, eins og með fyrir- litning, haturslausri en þó djúpri og ólæknandi. Það er ein- asta svar hans til þeirra sem koma og fara hjá honum, og kunna að varpa augum undrunar eða aðdáunar á list strætapentarans einstökum sinnum. Meistarasniðið, þessi óttalausi, frjálsi leikur handar og auga við drætti og liti, sem þeir frægu, fáu málverka- smiðir eiga sér til ágætis, það brýzt fram einhverstaðar í hverri mynd þessa manns, innanum óskiljanlegar syndir á móti lögum listarinnar, ásetningsbrot og skrípislegan klaufahátt. — Og annað er þó enn einkennilegra. Hver einasta andlitsmynd sem hann dregur upp, fljótur eins og elding og þurkar út svo að segja jafnótt, ber í sér einn og sama sviþinn, hvort það er heldur mynd barns eða öldungs, mynd engils eða djöfuls. Þessi undarlega líking allra myndanna, sem veltur á einhverju örsmáu viðviki, á einhverri hárgrannri linu einhverstaðar í uppliti eða yfirbragði andlitsins, virð- ist vera lykillinn að gátunni um þetta eydda líf. Hann pentar allskonar andlit, svipi æskunnar og ell- innar, alvöru og lauslætis, svipi syndara og altarisdýr- linga — alt nema eitt. Hann málar aldrei andlit meyja eða ungra kvenna öðruvísi en svo að þau séu afskræmd af spilling eða gjörð að skrípum. Líkingin í andlitunum er svo falin undir öllum þess- um grímum, að enginn getur séð af hverju hún er dregin — svipi karls eða konu, en hann málar karlmannsandlit í alvöru, hrein og svipgóð — og af því má ráða hvaðan hann ber minninguna um þennan eina svip með sér. Fyrirlitningin sem horfir á mann út úr draummynd- unum hans — er hans eigin örmagna, vonlausa og eilífa óvirðing á þvi öllu, sem hann hefur útskúfað sér frá. — Hann ber það utan á sér, þar sem hann liggur fyrir fót- um mannanna, að í honum er gott blóð, dýrt — vel ættað

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.