Skírnir - 01.12.1913, Síða 73
Ýmsar skoðanir á eðli rúmsins.
Mig furðar ekki á því, þótt einhver lesenda minna
hnevkslist á þessari fyrirsögn. Hvaða eðli hefir rúmið?
Rúmið er í sjálfu sér ekki neitt og hefir því ekkert eðli.
— Ojá, það er nú svo, minn kæri! En við skulum ekki
rífast um orð; eg skal heldur reyna að útlista hvað stærð-
fræðingarnir meina, þegar þeir tala um »ýmiskonar rúm«.
Eg tek dæmi frá Helmholtz. Við skulum hugsa okk-
ur að við og alt sem kringum okkur er, speglist í hvelfd-
um spegli. Eg býst við að lesandinn hafi tekið eftir því,
hvernig slíkar spegilmyndir verða, þó ekki væri nema til
dæmis spegilmyndirnar sem sjást í olíugeyminum á fáguð-
um látúnslampa. Þegar við göngum um gólf í herberg-
inu, gera myndirnar slíkt hið sama í speglinum; þær fær-
ast við það ýmist nær eða fjær yfirborði spegilsins og
stækka eða minka eftir því. Haldi eg blýantinum mínum
fyrir speglinum þannig að oddurinn snúi að honum, verð-
ur blýantsmyndin bein. En snúi eg blýantinum við, svo
að han'n verði á hlið við spegilinn, verður myndin af hon-
um greinilega bogin, að minsta kosti ef hann er hæfilega
nálægt speglinum. Hugsum okkur nú snöggvast að þessar
spegilmyndir af okkur væru orðnar skynsemi gæddar verur,
sem færu nú að ganga um gólf, tala saman og hugsa eins
og vér. Einhverjum kynni að detta í hug að þeim mundi
þvkja það skrítið að sjá hvor aðra, ýmist örlitlar eins og
títuprjóna, eða stórar eins og útblásna belgi. En sannleik-
urinn er, að þær mundu alls enga breytingu sjá, hvorki
á sjálfum sér, né hvor á annari. Þær mundu þykjast »góð-
ar fyrir sinn hatt«, en um okkur mundu þær segja, að við