Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1913, Side 79

Skírnir - 01.12.1913, Side 79
Ymsar skoðanir á eðii rámsins. 367 hér er gert ráð fyrir að verki í hreyfingarstefnuna) eykst hraðinn ávalt jafnt á hverri sekúndu. Sem dæmi er oft- ast fallhraðinn tekinn; steinninn sem er að detta er undir stöðugum áhrifum sinnar eigin þyngdar. Sú hugsun, sem hér liggur til grundvallar, er á þessa leið: Hugsum oss að A stæði efst í jðfnum halla og héldi í vagn. Vagninn er þá kyr, það er að segja kyr gagn- vart A. Nú skyldi A sleppa vagninum og rennur hann þá ofan eftir hallanum með vaxandi hraða. Hugsum oss nú að annar maðui’, B, gangi með jöfnum hraða, segjum 5 h, ofan eftir brekkunni Gerum ráð fyrir, að einni mín- útu eftir að A slepti vagninum, sé hraði hans líka orðinn 5h; hann er þá orðinn afstætt kyr gagnvart B. En þar sem nú sama hreyfingarorsök er verkandi á vagninn: þyngd hans í sambandi við hallann, hlýtur hraðinn á næstu mínútu að verða 5 h gagnvart B, þar sem harm á fyrstu mínútunni varð 5 h gagnvart A. En ef hraðinn er 5 h gagnvart B eftir tvær mínútur, og hraði B gagnvart A er líka 5 h, þá er hraði vagnsins orðinn 10 h gagnvart A, og hefir því aukist jafnt á annari mínútunni eins og þeirri fyrstu. Þessi er nú hugsunin og hún væri vissulega alveg rétt, ef B mældist sekúndan eins og A. En nú hefir B hraðann 5 h gagnvart A, svo að ef það er rétt að tíma- einingin sé afstæð, þá mælast A sekúndurnar hjá B vera nokkru lengri en hjá sér. Frá A séð verður því hraða- aukningin ofurlítið minni á annari sekúndunni, en á þeirri fyrstu. Þetta gerir þá hvorki meira né minna en það, að raska grundvelli hreyfingarfræðinnar og eðlisfræðinnar yfirleitt. Að vísu er þessi landskjálfti ekki svo mikill, að hennar háreistu turnum sé við hruni hætt, eins og þeir andríku mundu að orði komast, en þeir kynnu að hallast ögn, og mættu það heita stórtíðindi, þó lítið væri. önnur afleiðing þessarar kenningar er sú, að lengdar- einingin er líka afstæð. Ef metrakvarði hreyfist í stefnu sína, mælist þeim sem kvarðanum fylgir, eða er afstætt

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.