Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1913, Page 85

Skírnir - 01.12.1913, Page 85
Ritfregmir. 37& Stefán Stefánsson: Plönturnar. Kenslubók í grasafrœði. Bóka- verzlun Gyldendals Kbh. 1913. Það hefir lengi viljað loða við skóla vora að alt vœri kent á dönsku. A skólaárum mínum voru nálega allar kenslubækur dansk- ar og dauskar voru allar orðabækurnar. Þetta hafði þau áhrif á mig og marga aðra, að sveitaíslenzkan sem við höfðum numið í æsku var orðin að dönskum hrærigraut er skólanáminu var lokið. Skólar vorir hafa þannig unnið dyggilega að því að útr/ma íslenzkri tungu úr landinu. Mór liggur við að segja að þeir hafi lengi unn- ið að því að drepa niður íslenzkt þjóðerni og gera oss danska. Þetta dönskufargan hefir unnið oss margskonar ógagn. Það er engin smáræðis viðbót fyrir unga nemendur að kenslubókin er á erlendu máli sem þeir skilja ekki nema til hálfs. Fyrsta árið er þetta að minsta kosti stór hnekkir. Þá er mér það miunisstætt frá skólaárum mínum hve ítarlega alt var lært eftir þessum döusku. bókuiK sem snerti Danmörk og sögu Dana. Hvern smábæ í Dan- mörku áttum við að þekkja og geta þulið alla þeirra heimsku kon- unga, jafnvel ríkisstjórnarár þeirra. Ennþá er jafuvel íslenzka keud í meutaskólanum eptir danskri nauðaieiðiulegri kenslubók. Jeg held að allar þær syndir sem skólar vorir hafa að baki sínu verði þeim. aldrei til eilífðar fyrirgefnar! Mikið megum við vera þakklátir þeim mönnum sem unnið hafa að því að breyta þessari fásinnu til batnaðar. Nú er þeim mönn- um óðum að fjölga, en af nú lifandi mönnum má fyrst og fremst telja Geir Zoega og Stefán Stefánsson. Geir hefir gert oss fært að læra ensku án þess að krækja til Danmerkur, Stefáu að læra grasa- fræði og þekkja flestar íslenzkar jurtir. Það eru nú liðin allmörg ár síðan Flóra íslands kom. út. Sú bók er miklu meira þrekvirki en flestir munu ætla. Höf- undnrinn hafði athugað sjálfur allan jurtagróður landsins, ferðast lands- sjóði að þakkarlausu um allar sveitir landsins og varið mörgum ár- um til þesðn. Lýsingar jurtanna eru því gerðar eftir eigin sjón og reynd. Þetta var hinn trausti vísindagrundvöllur bókarinnar. Aðr- ir otulir menn hefðu getað unnið þetta verk ef áhugi og elja hefði- verið næg. Hitt hefðu fáir gert og líklega enginn af samtíðarmönn- um Stefáns, að skýra allar íslenzkar jurtir fögrum nöfnum, þær sem nafnlausar voru áður, og íslenzka alt fræðiorðakerfið svo vel og sniekklega sem hann. Eg þykist viss um að flest fræðior5

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.