Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1913, Síða 94

Skírnir - 01.12.1913, Síða 94
382 Útlendar fréttir. og Búlgaríu. Þennan bæ vildu báðir hafa af þv/, að þar er höfn góð og heppileg endastöð fyrir járnbraut norðan úr landi. í bæn- um eru að eins 3000 íbúar, nær eingöngu Grikkir. Hreptu Grikkir bæinn við friöargerðina. En nærri lá, að Búlgarar fengju bæði B,ússa og Austurríkismenn til að mótmæla þessu og neita friðargerð Búkarestfundarins um viðurkenningu. En Þjóðverjar og Frakkar mótmæltu því, og töldu bezt að láta friðargerðina halda sór eins og frá henni hafði verið gengið, og varð það úr. Þykir Rúmenía hafa vaxið mjög af þessum málum, og vinfengið við Kússland, sem út af þeim hefir skapast, kvað eiga að tengja tryggum böndum á þanu hátt, að krónprinz Rúmena, sem Karl heitir, eins og faðir hans, eigi að fá fyrir konu elztu dóttur Niku- lásar Rússakeisara, sem Olga heitir. Grikkir og Serbar eru og mjög ánægðir með sitt hlutskifti. En r Búlgatíu er alt enn á ringulreið eftir ófriðinn. Það lá við uppreisn í landinu meðan sem verst gekk út á við, og um tíma var við því búist, að Ferdínand konungur legði niður völd. Danev forsætisraðherra var hrundið og þungar sakir á hann bornar og fleiri af þeim mönnum, sem fremstir höfðu staðið áður í baráttunni og mestu ráðið. Varð Danev að flýja land og fór huldu höfði. En óútkljáð er enn, hvernig lönd skiftist milli Búlgara og Tyrkja. Það er af Tyrkjum að segja, að þegar sem verst stóð á fyrir Búlgurum, héldu þeir her sínum, er verið hafði við Tohataljavígin, vestur á bóginn og alt að Adríanópel. Búlgarar flýðu þá þaðan, án þess að veita nokkra mótstöðu, og tóku Tyrkir alla víggirðinga- línuna frá Adríanópel og til Kirk Kilisse. Lýstu þeir yfir að þeir skiluðu ekki aftur Adríanópel og yrðu Búlgarar að taka hana með hervaldi, ef hún ætti r annað sinn að komast í þeirra hendur. Stóð svo er friðarsamningurinn var gerður í Búkar- est. En Tyrkir áttu þar enga fulltrúa og höfðu ekki verið til fundaríns kvaddir, svo að engin ákvæði voru þar gerð um viðskifti þeirra og Búlgara. En Búlgarar hóldu því fram, að stórveldin ættu að sjá um, að gerðir Lundúnafundarins yrðu haldnar, og bjuggust við að þau neyddu Tyrki til að rýma burtu og láta af hendi landið austur að línunni frá Enos til Midía. Eftir fundinn í Búkarest létu stórveldin líka sendiherra sína afhenda Tyrkjastjórn sameigin- legt skjal, þar sem skorað var á hana, að halda samningana, sem gerðir hefðu verið r Lundúuum. Það kváðust Tyrkir vilja gera í öllum atriðum öðrum en þeim, sem snertu takmarkalínuna milli Tyrklands og Búlgaríu, því að nauðsyn hefði krafið, að tekið væri
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.