Skírnir - 01.08.1916, Page 9
Skírnir].
Snorri Sturluson.
2ó3
fjandskapur mikill gerðist milli Miðfirðinga og Víðdæla.
Snorri átti flesta þingmenn í báðum sveitum, og þótti
mönnum til hans koma að sætta þá. Fór hann norður
við fáa inenn og stefndi mönnum að sér á Mel i Miðfirði.
Miðfirðingar komu fyrst og — »leitaði Snorri um sættir
við þá, en þeir tóku því seinlega. En þá er Víðdælir
komu og stigu af hestum sínum, gengu þeir heim á völl-
inn. Miðfirðingar hlaupa þá á móti þeim, og slær þar
þegar í bardaga, og voru hvorirtveggja allákafir. Snorri hét
á þá, að þeir skyldu eigi berjast; engi hirði hvað er hann
sagði. Þá gekk Þorljótur frá Bretalæk til Snorra og bað
hann milli ganga. Snorri kveðst eigi hafa lið til þess við
heimsku þeirra og ákafa. Þorljótur veitti Snorra hörð
orð. Síðan hljóp Þorljótur millum hrossanna og leysti,
og rak millum þeirra. Þá héldu Víðdælir undan ofan
eftir vellinum, og fyrir melinn ofan. Þeir náðu þá hest-
um sínum, og riðu yfir ána« (Sturl. II, 64).
Þó að frásögnin sé hér fremur á Snorra bandi1), fer
ekki hjá því, að mynd hennar af honum verði fremur
óglæsileg. Þingmenn hans virða orð hans gersamlega að
vettugi, og Snorri stendur aðgerðarlaus hjá og horfir á þá
berjast. Og það sem hann ekki vill reyna með flokki
sínum, þó lítill væri, gerir Þorljótur aleinn. Síðar fékk
Snorri sætta þá Miðfirðinga og Víðdæli, en framkoma hans
á Mel verður eigi að síður vottur um skort hans á skör-
ungsskap, áræði og snarræði.
Það kemur aldrei fram, að Snorri hafi verið neinn
hermaður, og ýmislegt bendir jafnvel á, að hann hafi
»brostið það persónulega hugrekki, sem flestir aðrir höfð-
ingjar á þeim tímum höfðu til að bera« (Kálund). I máli
sínu við orkneysku kaupinennina (Sturl. II, 28—30) beitir
hann fyrst rangindum, en þegar kaupmennirnir hefna sín
með þvÞ að drepa einn heimamann hans, sendir Snorri
eftir bræðrum sínum og eggjar þá að leggja að kaup-
J) Smbr. orðin: Miðfirðingar epgjnðu |>á Snorra til eftirreiðar, og
veitti Teitur lionum mikið ámæli, er hauu vildi eigi auka v a n d-
ræði þeirra.