Skírnir - 01.08.1916, Qupperneq 14
238
Snorri Starluson.
[Skirnir...
ustu eiginleikunum til þess að standa í þeirri stöðu, full-
nægja kröfum samtímans. Takmark hans og hæfileikar
liggja ekki i sömu stefnu.
Flestir þeirra manna, sem örðugast er að átta sig á,.
hafa einhvern slikan brest að geyma. Og hann myndast
ekki alt í einu. Með því að athuga hann vandlega, má
oft lesa mikið af’þroskasögu mannsins, eins og jarðfræð-
ingar lesa sögu jarðmyndunarinnar í gjám og sprungum.
III.
Snorri var'»fjöllyndur«, segir Sturla Þórðarson. Hann
á þar eingöngu við kvennamál hans. En orðið lýsir
Snorra í miklu víðtækari merkingu og betur en nokkurt
eitt orð getur gert. Hann væri ekkert yrkisefni fyrir
þau skáld, sem 'sífelt láta persónur sínar renna á sömu
brautarteinunum, sífelt endurtaka sama brotið af sjálfum
sér, og svo er hrósað fyrir samkvæmni í lýsingunni.
Sturlungaættin er bezt gefin og margbreyttust ætt
landsins á sinni tíð. Hvamm-Sturla er þar i fararbroddi,..
ráðríkur og ásælinn, haldráður og heiftrækinn, slægvitur
og þolgóður. Hann virðist lengi vel að eins sækjast eftir
auð og völdum og hafa hugann allan við það, sem áþreif-
anlegt er, en samt er metorðagirnin rík í honum, og hann
er ekki allur í framkvæmdunum, heldur hugsar mál sitt
vel og rækilega. Hvorttveggja sést vel á þvi, sem Sturlu
saga segir: »einn dag, er menn komu flestir til lögbergs,.
þá gekk Sturla fram á virkið fyrir búð sína, því að það
var oft háttur hans að setja á langar tölur um málaferli
sín, því að maðurinn var bæði vitur og tungumjúkur.
Vildi hann og, að það væri jafnan frá borið, að hans
virðing væri víðfræg* (Sturl. I, 153). Ráðríki Sturlu er
endurborið í mönnum eins og Sighvati, Sturlu, Þórði ka-
kala og Þorgilsi skarða. En um leið kennir annars^
straums í ættinni, eru það hófsamir menn og hneigðir
fyrir íhugun ogj vísindaiðkanir og virðast eiginleikar þeirra
eiga rót sína að rekja til hinnar íhyglu og tungumjúku1
hliðar Sturlu, og sumt lengra fram í ættir. Slíkir mem>