Skírnir - 01.08.1916, Side 15
Skírnir].
Snorri Sturluson.
239*
eru þeir Þórður Sturluson og synir hans Sturla, og Olafur
hvítaskáld. En engum þessara manna er lýst í einu orði.
Þeir Þórður og Sturla feðgar eru geðríkir menn og þybbnir
fyrir, þó að þeir séu ekki gjarnir að leita á aðra. I kon-
unghollustu Þorgils skarða og riddaralegu drenglyndi Þórð-
ar kakala kemur fram hagsýni, sem ekki stafar frá ráð-
ríkinu. Sighvatur berst að vísu bæði sjálfur og hjálpar
Sturlu syni sínum að berjast fyrir völdum og metorðum,.
en um leið er eins og hann líti á alt saman eins og gam-
anleik, sem smásveinar sækja raeð ákafa, og kemur það
bezt fram í samtalinu við Sturlu son hans, Sturl. II, 283
—85. Eru sýnir rithöfundar-hæfileikar Sighvats þar og
víðar, þó að hann beitti þeim ekki nema í samtölum. Aft-
ur á móti getur Sturia Sighvatsson virzt vera ofsinn
tómur og ráðríkið, svo geystur fer hann stundum. En
því merkilegra er að sjá tvískinnung ættarinnar einmitt
koma glögglega fram í honum. Þess er áður getið, að
hann lagði mikla stund á að láta skrifa eftir sögubókum
Snorra, og vísa er til, sem honum er eignuð. Og einu
sinni heftir íhygli ættarinnar ofsa hans — og það dregur
hann til bana. I frásögninni um Apavatnsför er þess
beint getið, að Sturla var »ófrýnn og djúphugsaður« (Sturl.
II, 293), og I orðum hans: iRíðum enn!« kemur fram,
hve tvíbentur hann er. En Sturla átti tvo tæka kosti:
að láta Gissur hlutlausan eða drepa hann.
Það er nú eins og allir eiginleikar ættarinnar eigi
ítök I Snorra og stuðli að fjöllyndi hans. Þar sem ættin
i bili virðist klofna í lygna kvísl og friðsama í Þórði og
sonum hans og straumharða og stríðlynda I Sighvati og
hans sonum, er skapferli Snorra á kvíslamótum. Hann er
I aðra röndina höfðingi, ásælinn, stórhuga og metorða-
gjarn, en þó deigur til áræðis, seinráður og íhugull, í hina
röndina rithöfundurinn, djúpsær og listfengur, en þó með
hugann við jarðneska muni. Eins og við er að búast,
veikir slíkt marglyndi, þar sem andstæð öti berjast um
völdin, geðstyrkinn og viljaþróttinn. Tilfinningar Snorra
rista ekki djúpt. Það verður aldrei séð, að hann leggi