Skírnir - 01.08.1916, Qupperneq 18
242
Snorri Sturluson.
[Skírnir..
Oddaverja, í stað þess að fæðast upp í mynd og líkingu
föður síns.
En Snorri átti í eðli sínu framgirni, sem aldrei gat
orðið fullnægt yfir sögum og kvæðum. Og það var engin
von til, að sú framgirni kulnaði út »í hinum æðsta höfuð-
stað í Odda« (Biskupas. I, 90), þar sem gat að líta öll
merki auðs og veldis gamallar höfðingjaættar. Því hlaut
hugur Snorra að beinast í þá átt að verða höfðingi, um
leið og uppeldið að öðru leyti stefndi í öfuga átt. Yfir
Bögunum vöfðust eigin frægðardraumar hans saman við
fróðleiksfýsina og skemtunina.
0g Snorri hafði þarna daglega þann mann fyrir aug-
um, sem heita mátti ókrýndur konungur íslands. Jón
Loftsson hlaut að verða fyrirmynd hans. Og Jón var
enginn styrjaldarmaður. Hann fór með vald sitt eins og.
kveðið var um Olaf kyrra:
Varði ógnarorðum
Olafr ok friðmálum
jörð, svát engi þorði
allvalda til kalla.
Hefði Snorri ekki þurft meira fyrir að hafa, hefði alt fallið'
í ljúfa löð.
En munurinn á Jóni og Snorra var mikill. Jón var
ekki einungis vitur maður og lærður, heldur líka maður
með sterkan vilja og heitar tilfinningar. Hann er allur
í 8vari sínu til Þorláks biskups, sem vildi banna honum
samvistir við Ragnheiði systur sína: »Veit eg, að bann
þitt er rétt og sökin nóg; mun eg þola þín ummæli með
því móti að fara í Þórsmörk eða einhvern þann stað, er
eigi sekist alþýða af samneyti við mig, og vera þar hjá
konu þeirri, sem þér vandlætið um, þann tíma, sem mér
líkar, og ekki mun bann yðvart skilja mig frá vaDdræð-
um mínum, né nokkurs manns nauðung, til þess er guð
andar því í brjóst mér að skiljast viljandi við þau. En
hyggið svo yðvart efni, að eg ætla svo til að haga, að
þér veitið eigi fieirum mönnum þetta embætti en mér«
(Biskupas. I, 291—92). Eða þegar hann segir: »Vitu