Skírnir - 01.08.1916, Qupperneq 23
•Skímir]
Snorri Sturluson.
247
3£æmi til« (Sturl. II, 86—87). Þetta sýnir, að Snorri hefir
komið með miklar vonir úr utanförinni. Hann hafði auk
þess þegið nafnbætur og stórgjaflr erlendis og afstýrt yfir-
vofandi hættu fyrir landið. Þegar hann reið frá skipi,
og þeir tólf saman, höfðu þeir meir en tylft skjalda, alla
mjög vandaða, og létu allvænt yfir sér. Þá hefir Snorra
fundist hann kjörinn til að verða helzti maður landsins.
En nú dynja vonbrigðin yfir hann. Honum er illa
tekið á Suðurlandi og gerðir hans í Noregi lagðar út á
versta veg. Liðveizla hans við Loft biskupsson fer út
um þúfur, og það eru Haukdælir og Sighvatur bróðir hans,
sem vaxa á þeim málum. Sturla bróðursonur hans tekur
Solveigu, sem Snorri hafði ætlað sér, og heldur til fulls
við hann. A þessum árum lærist Snorra meir og meir að
beita öðrum mönnum fyrir sig og koma sem minst við
sjálfur. Nýir tímar eru að hefjast, sem hann er ekki
vaxinn.
Hann byrjar á því að ýta undir Loft að drepa Björn
Þorvald8son. Hann otar Jónssonum á Þorvald í Vatns-
firði og hvetur þá beinlínis til þess að fella hann (Sturl.
II, 111). En þegar þeir vinna ekki á, og Þorvaldur vill
sættast við Snorra og mægjast við hann, þóttist Þorvald-
ur skilja, »að Snorri mundi unna honum inna mestu
sæmda, ef hann vildi vera skyldur þess að gera hvað er
Snorri legði fyrir hann, hverigir sem í mót væri« (Sturl.
II, 123). Var Þorvaldur þó einn hinn versti maður, er
,þá var uppi á Islandi. Skömmu síðar vingast Snorri við
ÍÞórð bróður sinn, en eggjar hann jafnframt uppreistar
gegn Sturlu Sighvatssyni (Sturl. II, 125). Eftir brennu
Þorvalds í Vatnsfirði virðist Snorri hafa eggjað sonu hans
á hendúr Sturlu (smbr. Sturl. II, 165), og a. m. k. lét
bann á eftir vel yfir hinni alræmdu Sauðafellsför, en hitt
er satt, að hvorki ber Snorri ábyrgð á aðförum Þorvalds-
sona á Sauðafelli, né heldur mundi hann sjálfur hafa gert
«ig sekan í slíku. En viljað mun hann hafa Sturlu feig-
an, enda hefði margt öðruvísi skipast, ef Sturla hefði
fallið þá. — Snorri giftir dætur sínar tvær Kolbeini unga