Skírnir - 01.08.1916, Síða 36
260
Hvað eru Röntgens-geislar?
[Skírnir.
á sekúndu. En mikill er munurinn á bylgjulengd þeirra.
Rafmagnsbylgjur þær, sem notaðar eru við loftskeytin,
eru meira en kílómetri á lengd. Þykir gott að hafa þær
langar, því að þær beygja þá betur fyrir allar mishæðir.
Þó er hægt að framleiða rafmagnsöldur, sem eru eigi
meira en */a cm- á lengd. Grænt ljós er aftur rafmagns-
öldur, sem eru svo stuttar, að það þurfa. 2 miljónir af
þeim til að ná einum metra að lengd. I rauðu Ijósi og
þó einkum í hinum ósýnilegu hitageislum eru rafmagns-
öldurnar talsvert lengri, en fjólublátt ljós hefir hins vegar
styttri bylgjulengd. Þó er langt stökk þaðan niður að
þeim rafmagnsbylgjum, sem mynda Röntgens-geislana, því
að bylgjulengd Röntgens-geislanna er hér um bil þúsund
sinnum styttri en bylgjulengd venjulegs ljóss.
Tilraunirnar með að athuga áhrifin, sem krystallar
hafa á Röntgens-geisla, hafa eigi að eins orðið til þess að
færa mönnum heim sanninn um það, að þessir geislar
eru rafmagnsbylgjur, og hægt er að mæla bylgjulengd
þeirra, heldur hafa þær einnig sýnt, að rétt var það hug-
boð manna, að mólikúlunum í krystöllunum er niður raðað
mjög skipulega. En eins og við mátti búast, fer það mjög
eftir krystallagjörðinni, hvernig mólikúlunum er niður-
skipað. Með Röntgens-geislunum er hægt að sjá nákvæm-
lega hvernig niðurskipun mólikúlnanna er. Að vísu
eru þessar tilraunir allerfiðar og taka langan tima, en þó
vita menn nú, hvernig margir krystallar eru bygðir, því að
margir vísindamenn störfuðu að þessum rannsóknum, áður
en stríðið hófst, en síðan hefir heldur orðið hlé á þessum
rannsóknum. Af þeim vísindamönnum, sem mest hafa
rannsakað byggingu krystallanna á þenna hátt, má fyrst
og fremst nefna prófessor Bragg, sem áður heíir verið
nefndur og fyr hélt fram efniskenningunni um Röntgens-
geislana, og son hans W. L. Bragg. Prófessor Bragg er
nú fluttur til Englands og er prófessor í eðlisfræði í Leeds.
Eins og kunnugt er, var frestað að úthluta Nobels-
verðlaununum árið 1914, en í vetur var úthlutað verðlaun-
um fyrir bæði árin 1914 og 1915. Verðlaunin í eðlisfræði