Skírnir - 01.08.1916, Síða 38
Traust.
Hann gekk rösklega upp eftir götunni. Hann var
klæddur Ijósum, léttum sumarbúningi. Staf hafði hann í
liægri hendi, en létta kápu á vinstra handlegg. Hann
leit ýmist til hægri eða vinstri, lyfti hattinum og brosti,
þegar hann sá kunnug andlit.
Loks staðnæmdist hann við hús eitt, gekk inn, lagði
af sér staf og kápu, hljóp upp stiga, litaðist um og sá
nafnspjald á einni hurðinni. Þar barði hann, beið ekki
svars, opnaði og gekk inn. Húsráðandinn var staðinn
upp. Orðið »kom« dó út á vörum hans. Feitt skegglaust
andlitið varð að einu brosi:
»Velkominn! Gleður mig að sjá þig«.
Þeir tókust alúðlega í hendur.
»Og þú ert kominn. Hvenær komstu?«
»1 gær með »Ceres*. Eg gat ekki heimsótt þig fyr,
þurfti að útvega mér húsnæði, koma búslóð minni í röð
og reglu o. s. frv. — Nú, hér er eg. Hvernig líður þér?«
Hinn brosti. »Mér líður sæmilega vel. Þú hefir svei
mér haft á spöðunum í gær. Eg hefði að líkindum þurft
heila viku til þess að koma því öllu í lag, sem þú hefir
gert á hálfum degi.«
»0—o sei, sei nei, það hefðirðu ekki þurft. Ef til
vill hefðirðu verið lengur að búa um þig og sjálfsagt gert
miklu færri axarsköft um leið. En — meðal annars —
iþú hefir hring. — Eg óska þér til hamingju. Hver er
hún ?«
»Kristín heitir hún og er Hallsdóttir, fósturdóttir Gisla.
i Stóra-Hvammi.«