Skírnir - 01.08.1916, Síða 39
■íSkirnir].
Transt.
26 á
(le8turmn hrisfci höfuðið. »Þekki hana ekki. — Eg
ikannast við karlinn af uíntali. Hann kvað vera mesti
•ríkispúki. Eg bjó einu sinni hjá systur hans hér í bæn-
Tim. Hvar er stúlkan þín?«
»Hérna í bænum. Hún er á kvennaskólanum og býr
hjá Olöfu systur Gísla.«
Gesturinn hafði komið auga á mynd, sem stóð á borð-
dnu. Hann greip hana. »Þetta, býst eg við?«
Hinn kinkaði kolli.
»Friðrik«, sagði gesturinn og leit upp á hinn, »eg
hjóst ekki við, að þú mundir vera svona smekkvís. Stúlk-
an er ljómandi falleg, já, og góð, það er auðséð. Eg dá-
ist að þér — þú — gamli stærðfræðingur. Einu sinni
hlóst þú að öllum æfintýrum.«
»Það geri eg enn. En heyrðu, fáðu þér nú sæti og
iofaðu mér að gera þér eitthvað gott. Hvað má bjóða
,þér? Vindil, öl — kaffl?
»Koníak«, bætti gesturinn við hlæjandi.
»Nei, það kemur ekki inn fyrir mínar dyr fremur
•en áður«.
»Eg þóttist vita það, svo reyki eg fyrir þig einn
vindil«.
»Hvað segir þú annars í fréttum? Því gatstu ekki
'um, að þú ætlaðir að koma, þegar þú skrifaðir síðast?«
»Því gatst þú ekki um, að þú værir trúlofaður?«
»Þá var eg það ekki. Það er ekki nema rúm vika
-síðan við settum upp hringana.«
»Þessi ferð var heldur ekki ákveðin, þegar eg skrif-
aði. Eg ætlaði mér alls ekki heim fyrst um sinn. Eg
hætti við smíðið í haust, eins og eg skrifaði, fór svo á
lýðháskóla í vetur. Svo lenti eg í búð hjá kalli í Höfn í
vor, en svo fór það alt út um þúfur. Þá féll ferðin hing-
.að og mér datt í hug að reyna þegnskap Víkverja«. . . .
»Því hættirðu við að vera í búðinni?«
Hinn stóð upp, ypti öxlum og fór að ganga um gólf.
»Það var nú lítil orsök. Karlinn var asni, geðleiður
íbölvaður svíðingur, sem varla á sinn líka. Það var flest