Skírnir - 01.08.1916, Síða 48
272
Traust.
[Skírnir.
kosti talast við, Friðrik og hann, þegar þeim væri runnin
reiðin. Hann fann, að það mundi verða árangurslaust.
Þó hélt hann áfram. Gekk heim að húsinu. Barði og
fór inn. Húsfreyja mætti honum í ganginum. Þau heils-
uðust kunnuglega.
»Þú kemur eins og þú værir kallaður. Gísli var að
gera ráð fyrir að leita þig uppi, en vissi ekki hvar þig
væri að hitta. Þetta er annars ljóta hneykslið, hvað
ætli fólk segi?«
»Hvað segir þú?«
»Eg — mér gazt aldrei að honum, skildi ekkert fyrir
hverju hún gat gengist«.
»Hafa þau talast við?«
»Já — eg var þar ekki við, en það kom heldur en
ekki á þann gamla þegar hann heyrði, að hann hefði farið
manna vilt. Fyrst bannsöng hann þér niður undir allar
hellur, en sú litla varð þá ekki orðlaus. Svo kom eg
líka til sögunnar þegar hann var búinn að þruma æði
stund. En það er bezt þið talist við sjálfir. Gerðu svo vel«.
Hún opnaði stofuna.
Gísli hafði staðið og horft út um gluggann. Nú leit
hann við og sá gestinn. Opnaði munninn en sagði ekkert.
»Eg kem hingað til þess að segja til nafns míns«,
sagði Kristján. Það vottaði fyrir brosi á andliti hans.
»Það hefðuð þér átt að gera fyr, maður minn«.
»Getur verið. Eg álít að þér hefðuð ekki síður átt
að spyrja«.
»Þér eruð auðvitað hreykinn af því að hafa leikið
þannig á gamlan mann?«
»En það hefi eg ekki gert. Alt sem eg sagði við
yður mundi eg hafa sagt, þó eg hefði verið hinn rétti
málsaðili«.
»En hinn rétti málsaðili kunni yður víst ekki miklar
þakkir«.
»Um það vil eg ekki segja. Þetta kom alt nokkuð
flatt upp á hann. Auðvitað talið þér við hann sjálfan*.
»Þess þarf eg ekki. Eg fer að ráðum yðar og læt