Skírnir - 01.08.1916, Side 49
• Skírnir].
Traust.
273
stúlkuna ráða. Hún vill fara heim með mér á morg-
un«.
»Þér neitið Friðrik þó ekki um viðtal, ef hann ósk-
ar þess«.
»En hann óskar þess ekki. Það er líka þýðingar-
laust«.
»Þá hefi eg ekki annað hér að gera en kveðja yður«.
»Bíðið þér dálítið. Mér er sagt, að þér séuð góður
trésmiður. Eg kom hingað meðfram til þess að fá mér
smið. Eg hefi reist íbúðarhús, sem er nærri óbygt inni.
Yiljið þér fara til mín í sumar?«
»Það get eg ekki sagt um nú«.
»Eg skal borga yður eins og aðrir borga«.
»Það er ekki það. En eg hefi beðið um vinnu hér
hjá manni og býst við, að hann vilji ekki sleppa mér*.
»Það er leitt. Eg vildi gjarnan fá yður. Eg skal
segja yður, mér gezt heldur vel að yður. Það er manns-
blóð í yður.
»Það er nú í fleirum«.
»Það er misjafnt«.
«Jæja, eg læt yður vita þetta á morgun«.
»Gott«.
»Má eg svo kveðja fósturdóttur yðar«.
Karl brosti: »Ef hún vill sjá yður«.
»011a!« Húsfreyja kom inn.
»Þessi maður óskar að kveðja Stinu, viltu kalla á
hana. Eg ætla að ganga út«.
Kristján var einn. Hann gengur að stórum spegli,
lagar hár sitt og skegg í snatri. Núkemurhún! Dyrnar
opnast. Kristín kemur inn. Hún er dálítið rauðeygð.
»Eruð þið sáttir?«
Sáttir. Já, auðvitað. Segið þér mér eitt, hvert fóruð
þér síðast?« Hún roðnaði.
»Eg ætlaði ofan, en áður en eg kom í stigann var
frændi minn kominn. Þá varð eg ráðalaus. Svo tók eg
í handfangið á næstu hurð. Hún var ólæst. Eg fór inn.
Þar var enginn. Eg ætlaði ofan, þegar hann væri kom-
18