Skírnir - 01.08.1916, Side 51
Benrögn.15
Um vopn og vígaferli og sár í barðögum
eftir Steingrim Matthíasson.
Sá atburðr varð, er þeir Gunnarr
riðu neðan at Rangá, at blóð féll 4 at-
geiriun. Kolskeggur spurði hví þat
myndi sæta. Grunnarr svaraði, ef slikir
atburðir yrði, at þat væri kallat í öðr-
um löndum benrögn — ok væri jafnan
fyrir stórfundum. — Kjála bls. 164.2)
vSkeggöld, skálmöld«.
Svo virðist sem mennirnir hafi frá upphafi vega sinna
borist á banaspjótum; því allra elztu fornmenjarnar, er
fundist hafa, eru vopn — luraleg steinsverð og tinnu-
hnífar. En innan um vopnin finnast álíka gamlar haus-
kúpur og önnur mannabein, sem bera ótvíræð merki und-
an þessum sömu vopnum og sýna ljóslega, að ákomu
þeirra fylgdi ýmist »beinbrot eða bani«. Frá þessum
grimmu og hundheiðnu timum og fram á vora upplýstu
*) Málfræðingar skilja svo orðið benrögn að það sé sama og
benregn = regn úr sári = blóð; öið hefir breyzt í e eða máske
misskrifast. Það er einfalt mál! — En svo er annað að athuga. Yan-
trúarmenn nútimans telja sennilegast að blóðið hafi stafað af því, að
Grunnar hafi gleymt að þurka af geira sínum, er hann síðast beitti hon-
um til vígs. Hins vegar munu trúmenn og hjátrúarmenn hiklaust geta
tekið í strenginn með Gunnari og fullyrt, að hér hafi verið að gjörast
þýðingarmikið fyrirbrigði. Om þetta getur hver dæmt um eins og hon-
um sýnist, en fyrirsögnina „benrögn11 hefi eg valið og hún skal standa.
s) Þar sem vitnað er í fornsögurnar er átt við alþýðuútgáfu Sig.
Kristjánssonar Rvik.
18*