Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1916, Blaðsíða 54

Skírnir - 01.08.1916, Blaðsíða 54
278 Benrögn. [Skirnir. Hvergi rætist þó hugsjónin um biturleik sverðanna betur en í frásögnínni uni sverðið Mímung, er Völundur smiðaði: Völundur skyldi gjöra það sverð, sem væri afbragð annara, en Amilías járnsmiður konungs skyldi smíða herklæði, er sverð Völundar fengi ekki unnið á. Þegar báðir höfðu leyst verk sitt af hendi, skyldi reyna smiðisgripina. Settist þá Amilias á stól í herklæðum sínum og •bað Völund höggva sig. Völundur lagði þá eggjar Mímungs ofurgæti- lega á hjálm Amilíasar, þar sem hann sat. En óðara leið sverðið niður og klauf Amilias í herðar niður. Og svo mjákar voru eggjarnar, að Amilias fann eigi meir til þessa enn sem vatn rynni niður milli herða honum; en sverðið rann niður viðstöðulaust og nam eigi staðar fyr enn það sökk upp að hjöltum í jörð niður. Þá vait sinn helmingurinn af Amilíasi hvoru megin út af stólnum steindauður. Og er Amilias úr sögunni. Það er eftirtektavert, að háar hugsjónir og hugmynda- smíði mannkynsins á þess bernskuskeiði rætast smám saman og ná fullum veruleik mörgum öldum seinna við framþróun mannsandans. Loftkastalar, sem gnæfa við himin líkt og höll Ut- garða-Loka, standa nú föstum fótum eins og risahallirnar (skyscrapers) í Vesturheimi Nú fljúga menn í loftinu líkt og Loki í fjaðurham Freyju. Nú þjóta eimskipin landa á milli og þurfa eigi að biða byrjar fremur en skip Hrafnistumanna. Heimdallur heyrði ull spretta á sauðum og gras á jörðu, en vér getum heyrt hver til annars, þó óravegur sé á milli, og sent sjálfum okkur skeyti, sem berst í kringum allan jarðarhnöttinn. Líkt og Möndull græddi fæturna á Göngu-Hrólf, kunna læknar nú að græða við afhöggna limi að minsta kosti á dýrum. Hin draumkenda hugsjón fornmanna um bit vopnanna er líka farin að rætast. Menn hafa nú fengið vopn í hendur, sem standa hvorki Mímungi né Gusisnautum að baki. Riffiiskeytin þjóta gegnum hlífar og hold jafn fyrirhafnarlítið og sverð Völundar gegnum skrokk Amilíasar eða Gusisnautar gegn- um brynjaða berserki. Og fallbyssuskeytin hlaðin meliníti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.