Skírnir - 01.08.1916, Page 55
'Skírnir].
Benrögn.
279
eða turpínati feykja burtu limum og likamshlutum, líkt og
þegar blásið er á bifukollu og fisið fýkur víðsvegar. —
Mjölnir, hamar Þórs, þótti ægilegt vopn, er hann molaði
sundur hausa á jötnum í smámola. En fallbyssuferlíki
Þjóðverja virðast standa Mjölni lítt að baki.
Þannig rætast hugsjónir æfintýraskáldanna likt og
draumar berdreyminna manna.
Því miður virðist svo, sem hugsjónin um Fróða-frið
muni eiga enn þá langt í land til að rætast, en þeir tím-
ar munu þó eflaust koma, áður en varir.
Sár fornmanna.
Hughreysti og hamfarir.
. . . »Fár verðr fagr af sárum«, kvað Þormóður.
Löngum hafa sár og blóðgar undir þótt hryllileg sjón.
Mikill fjöldi manna er svo gjörður, að þeim er með-
fædd einhver ógeðfeld tilfinning fyrir að sjá, þó ekki sé
nema opin sár, hvort sem er á sjálfum þeim eða öðrum,
svo að sumir jafnvel líða í ómegin, er þeir sjá dreyra úr
sári. En »svo má illu venjast, að gott þyki« eða að minsta
kosti viðunandi. Og svo er það um lækna, að þó sumum
í fyrstunni falli illa að horfa á flakandi sár við hold-
skurði, þá harðnar tilfinningin smám saman svo, að með
tímanum verður þeim ekki meira um að skera í manna-
hold en dýrshold væri.
Og líkt hefir verið fyrir fornmönnum. Sár og blóðs-
úthellingar urðu að daglegum fyrirbrigðum. Mörgum
þeirra varð ekki meira fyrir að drepa menn heldur en
slátrara að sálga skepnum. Þó er þess getið um Gunnar
á Hlíðarenda, að honum hafi fallið illa manndrápin og
hann finnur sjálfur til þessa veikleika síns, því hann spyr,
hvort hann sé því óvaskari en aðrir menn, sem honum
þyki meira fyrir en öðrum mönnum að vega menn. —
Annars verður maður hjá flestum söguhetjum var við
gleði og ánægju yfir því, að koma sem flestum sárum á