Skírnir - 01.08.1916, Page 57
Skírnir].
Benrögn.
281'
breiöexi, ok óð i gegnum fylkingar, ok þótti engum gott, þeim er fyrir
konum urðu, at eiga náttból undir exi hans“. (Fbr.saga bls. 121).
Eða aðfarir Göngu-Hrólfs gamla:
„Hrólfur gengur hart fram ok heggur til beggja handa; urðu þeir
léttir fyrir honum ok féll nú hver um annan. Engum þurfti hann að
gefa meira enn eitt högg, ok báðar hendur hans voru blóðugur til axlar
upp. Bauð nú flestum framganga hans ótta . . . Hrólfur var þá svo
reiður að hann eirði engu; hann hjó ákaflega sem hendurnar fengu tið-
ast reitt sverðit, en þrír eða fjórir félln fyrir hverju hans höggi. JÞví
var likast til að jafna um mannfallit, sem þá er ákaflegast hrýtur kurl
af stofni, er menn gjöra til kol“. (Fornaldars. Norðurl. III Rvik 1889,
bls. 222 og 234).
Þessar og þvílíkar bardagalýsingar í fornritum vorum
eru mjög sviplíkar lýsingum Hómers í Ilionskviðu, nema
livað Hómer er skáldlegri í likingum sínum. Það sýnist
eiga vel við að setja hér til samanburðar frásögu hans
af framgöngu Akkils til dæmis:
„Svo sem þá er geysilegur eldur hleypur óður um djúpa afdali, þeg-
ar þykkur skógur er að brenna, og vindurinn keyrir fram logann og
þyrlar honum um allt, — svo óð Akkilles um alt, með spjót í hendi, likur
einhverri óhemju, og elti menn þá, er feigir voru, en dökk jörðin flaut i
blóði. — Svo sem þá er maður tengir saman krúnubreiða uxa, til að láta þá
þreskja hvítt bygg á vel settum þreskivelli og smækka byggkornin skjótt
undir klaufum inna hábaulandi nauta: svo tróðu enir einhæfðu hestar hins
hugstóra Akkils jafntmannabúkaogskjöldu, en allur hjólásinn undirkerrunni
varð bióði drifinn, og blóðsletturnar undan hófunum og hjólröndunum
gengu yfir kerrustólsbogann; en Peleifsson geystist áfram til að vinna
sér frægð, og voru hinir óárennilegu armleggir hans blóði stokknir“.
Il.kviða. (Þýð. Svb. Eg. XX 488—505).
Svo segir í Vígslóða1) Sthb. § 2ö8 og 269:
. . . En þat er sár, ef þar blæðir, sem á kom. —
. . . En þat eru hin meiri sár: heilund ok holund ok mergund. Þat
er heilund, er rauf er á hausi til heila, hvárt sem hann er höggvinn eða
rifnaðr eða brotinn. En þá er holund, ef blóð má falla á hol ór sári. En
þá er mergund, ef bein er í sundur til mergjar, þat sem mergur er í,
hvárt sem þat er höggvit eða brotit . . .
‘) Grágás Kbh. 1879. í Vígslóöa Sthb. § 268 og 363 er enn
fremur talað um þá hegningu sem liggur við, ef maður særir mann „ok
varðar þat skóggang11 — og ef maður klípur, bítur eða rífur annan „ok
varðar þat fjörbaugsgarð“.