Skírnir - 01.08.1916, Síða 64
288
Benrögn.
[Skírnir.
inn linast, sem ýtir vopninu áleiðis. — En því skal þó
alls ekki neitað, að Gunnar, Kjartan og aðrir afburða-
menn hafi ef til vill getað höggvið slysalaust höfuð og
limi í einu snöggu höggi. En að það hafi verið eins al-
gengt og sögurnar gefa í skyn, nær engri átt. Ekkert
sannar þetta betur enn Sturlunga, sem er eitt af
hinum allra áreiðanlegustu fornritum.
Allar frásagnir í Sturlungu um vopnaviðskifti eru
miklu látlausari enn venja er til í fornsögunum. Þar
gengur ekki bardaginn »eins og í sögu«, heldur fremur
seint og silalega. Það »fýkur« hvorki höfuð né limur af
neinum, heldur virðast söguhetjurnar þar murka lífið hvor
úr öðrum og þurfa mörg högg; og svo er að heyra sem
vopnin hafi verið bitlítil. — Reyndar koma þar ekki fram
á sjónarsviðið aðrir eins garpar og Gunnar eða Gísli Súrs-
son, Egill, Grettir eða Kári, en eigi að síður kemur það
undarlega fyrir, að landanum skuli vera svo hrakað á
200 árum, að enginn skuli lengur vera fær um að höggva
haus 8kammlaust í einu höggi, hvað þá heldur manns-
læri eða manninn sundur í miðju.
Neðanrituð dæmi sýna ljóslega muninn á frásögn
Sturlungu og fornsagnanna:
„Brandr hjó á háls Þórði, svá at n æ r tók af höfuðit11. (St. II 14).
„Eiríkr ungi hafði exi í hendi ok setr á háls Haraldi Sæmundar-
syni, svá at hann féll fyrir fætr konungi. Haraldr varð allmjök sárr
ok varð þó græddr11. (St. II 100).
„Maðr hjó eftir Eyjólfi, kom á fótinn við ökla ok tók af svá at
lafði við“. (St. II 108).
„Ctuðmundr Erlingsson fekk hrugðit sverði ok hjó á fót Dnfgusi
tvö högg ok voru þat mikil sár“. (St. II 140). (Dufgus varð þó græddur).
„Þorvaldr rennari hjó á háls Olafi svá at sá mænuna“. (St. II145).
„Rögnvaldr hjó Brand á handlegginn við hreifann, svá at engu
hélt nema sinunum þeim er gengu at þumalfingri11 — (. .'. „illa var
hundin höndin Brands. Lauk svá at hann lézt“. (St. II 157).
„Hermundr sveiflaði til Snorra með exi ok kom á knéit, svá at
nær tók af fótinn“. (St. II 204).
„Hermundr hjó á hálsinn með exi svá at nær tók af höfuðit ok
eigi hélt meir enn reipshaldi“. (St. II 205).
„Bjarni höggr til Gruðmundar ok kemr á lærit fyrir ofan knét; var
þat mikit sár“. (St. II 269).