Skírnir - 01.08.1916, Page 65
'Skirnir].
Benrögn.
289
„Hjó Sveinn á báða fótleggi £>órarins ok af annan fótinn en skor-
aði þó mjök á annan“. (St. II 232).
Þessi dærni nægja til að sýna, hvernig Sturlu Þórðar-
syni segist venjulega frá vopnaviðskiftum á Sturlunga-
öldinni, en Sturla er einhver áreiðanlegasti sagnaritari
vor. Það er svo að sjá, sem engum takist að höggva
sundur meir enn í hæsta lagi úlnlið eða fót ofan við ökla
í einu höggi. En ekki vantaði viljann, því grimdin er
afskapleg. Hvað eftir annað er sagt frá, hvernig margir
níðast á einum og hvernig menn eru kvaldir og limlestir.
Hryllileg er t. d. lýsingin á því, þegar Sturla Sighvats-
son var drepinn (St. II. 321). Þar leggja margir saman,
og eru að skaka við að murka úr honum lífið, með þvi
að höggva til hans hér og þar og reka vopnin hvað eftir
annað í sömu sárin, þangað til Gizuri Þorvaldssyni tekst
að vinna á honum til fulls. »En þat segja menn þeir, er
hjá voru, at Gizur hljóp báðum fótum upp við er
hann hjó Sturlu, svá at lopt sá milli fótanna og jarðar-
innar«.
19