Skírnir - 01.08.1916, Qupperneq 71
íSkírnir].
Utan nr heimi.
295
var daglegur herkostnaður Frakka aðeins 2 milj., og í ófriðinum
1870—71 tæpar 8 milj.
Sumarið 1914, fyrir ófriðinn, hafði Frakkland ætlað að taka
lán, sem átti að nema 2 miljörðum fr., og átti að ganga til að
koma á 3 ára herþjónustu, sem samþykt hafði verið. Peninga-
markaðurinn var svo daufur, að minka varð lánið niður í 805 milj.
og voru ekki komnar inn af því nema 461 milj. í nóvember 1914.
'Varð ríkið því að gömlum sið að fá seðlalán hjá Frakklands-
banka. Árið 1911 hafði verið gerður samningur um, að hann skyldi
lána ríkinu 2900 milj. fr. seðlalán, ef til herútboðs kæmi, en
Algierbanki 100 milj. En í nóvember 1915 hafði Frakklandsbanki
lánað ríkinu 7300 milj., en Algierbanki 75 milj. Síðar hefir verið
heimilað að færa iánið upp í 9 miljarða.
Frá september 1914 var tekið bráðabirgðalán, 5°/0
ríkissjóðsvíxlar til 3—12 mánaða. Xam þesskonar lán 8353 milj.
í nóv. 1915. Vextirnir eru greiddir fyrirfram, í fyrsta skifti
i ríkislánasögu Frakklands.
Auk þess var tekið 5°/0 ríkissjóðsvíxlalán í Bandaríkjunum og
Englandi, sem nam 1165 milj. í nóv. 1915. England og Frakk-
land tóku einnig sameiginlegt 5°/0 lán í Bandaríkjunum og var
hluti Frakka 1250 milj. Lánin voru notuð til hergagnakaupa í
Bandaríkjunum. I maí 1916 hefir verið tekið þar nýtt lán um
520 milj.
1 febrúar kemur svo s a m b 1 a u d af bráðabirgðaláni og föstu
láni. Var það 5°/0 skuldabréfalán, sem var boðið út smámsaman,
-og voru 3659 milj. komnar inn á það í nóv. 1915. Vextirnir
greiðast fyrirfram og leyfilegt er að s k i f t a á skuldabréfum þeim
með nafuverði, sem gefin eru út á þetta lán, og skuldabréfum
•hvers annars láns, sem er gefið út fyrir 1918. Lánið endurgreið-
ist á árunum 1920—25 og er það undanþegið sköttum.
Fast lán var eiginlega ekki tekið fyr en í desember 1915,
»sigurlánið«. Var það 5°/0 skuldabréfalán, nafnverð 15139 milj. fr.,
en inn komu í Frakklandi 6368 milj., sem hægt var að nota til
herkostnaðar. Auk þess komu inn á það frá öðrum Iöndum um
1000 milj. Lánið er óuppsegjanlegt til 1931. Sannir vextir
úm 5,7%.
Um nýár 1916 námu ófriðarlánin eftir þessu um 30 miljarða
fr. og höfðu ríkisskuldir Frakklands þá næstum tvöfaldazt, því að
ifjyrir ófriðinn voru þær um 33 miljarða.
Frakkar komu á hjá sér ófriðar s k ö 11 u m í marz 1916, til