Skírnir - 01.08.1916, Page 82
306
Ritfreg'nir.
[Skírnir.
Þetta bendir til, að skíring mín muni vera rjett, og jeg verð að
segja það, eins og það er, að þegar jeg las þessa skíring F. J., þá
bað jeg guð að blessa hann firir ósamkvæmnina. Ef vjer flettum
upp orðunum benlogi, njótr (með leiðrjettingunni aftast í
bókinni) og v i n d r, munum vjer og finna talsverðan rugling i
meðferöinni á firra helmingi 12. erindis í Selkolluvísum Einars
Gilssonar. Jeg skal ekki fjölirða um það, enn að eins taka fram,
að jeg higg að vísan sje rjett upp tekin þannig: Benloga vind-
ar (= sverðs vindar = orustu) Njótr (Óðinsheiti; b. v. N.,
mannkenning) sá er nærði allmarga sægs sindrs
b r j ó t a (= sævarelds, gulls, brjóta; mk.), þá er sjúkir lágu,
lá þar þá njól. — Ósamkvæmni virðist og koma fram í því,
að hóf. heimfærir orðmindina þ u 1 u í Gróttasöng 3. erindi (Þ æ r
þyt þulu þögnhorfinnar) undir nafnorðið þ u 1 a kvk. (sjá
þetta orð) enn undir þytr virðist hann taka hana sem sagnorðsmind
(3. pers. fleirt. þátíðar?), enn það sagnorö finst hvergi í bókinni
(þetta hefur mag. Sigurður Guðmundsson bent mjer á). Annars
finst mjer líklegt, að Rask hafi getið rjett til, að hjer eigi að lesa:
þær þyt þutu.
Annars munu þær orðabækur vera fáar, sem ekki gera sig við
og við seka í þess háttar ósamkvæmni, og í þessari bók er það
svo fátítt, að það rírir ekki verulega kosti bókarinnar. Hún mun
um langan aldur reinast ómissaudi handbók firir hvern þann, sem
fæst við íslenskan eða norrænau kveðskap. Enn hver sem notar
hana verður líka að hafa við höndina hið stóra skáldakvæðasafn,
sem F. J. hefur gefið út (Den norsk-islandske Skjaldedigtniug),
því að í þá útgáfu vitnar bókin jafnan, þar sem ekki er um Eddu-
kvæöi að ræða. Við þetta einkanlega sparast svo mikið rúm, að
þessi önnur útgáfa er rúmum fjórðungi stittri enu firsta útgáfan,
og er þessi útgáfa þó talsvert efnismeiri, því að við hana hefur
verið tekiö tillit til allmargra kvæða, sem ekki urðu notuð við
frumútgáfuna.
I formálanum rekur F. J. stuttlega vísindaferil Sveinbjarnar
Egilssonar, og fer um hann mörgum og maklegum lofsorðum, og
er sú ræktarsemi og virðing, sem hann sínir firirrennara sínum,
honum sjálfum til hins mesta sóma.
Bókin er kostuð af hinu konunglega norræna Fornfræðafjelagi
(eins og 1. útg.) með stirk úr Carlsbergssjóði. Öll þrjú heftin.
kosta samtals 20 kr.
B. M. Ó.