Skírnir - 01.08.1916, Side 90
314
Ritfregnir.
[Skirnir'
ofaukið. Svo laglegur sem hann var, þá fanst mér hálfgert mysu-
bragð að honum eftir annað eins góðvín og »Eineygða Gest«.
Nú er komin uý skáldsaga eftir Gunnar Gunnarsson, talsvert
lengri en hinar eldri sögur hans. Því verður ekki neitað, að fram-
leiðslan er mikil. Höfundurinn hlýtur að vera óvenju mikill
afkastamaður. En álitamál er það hvort framleiðslan er
. ekki of ör.
)>Strönd lífsins« hefir Gunnar kallað þessa stærstu frásögu
sína. Erlendis hefir hún fengið hinar beztu viðtökur meðal ritrýn-
enda. Eg legg nú annars ekki mikið upp úr gumi sumra erlendra
ritrýnenda. Margt og mikið af því, sem þeir Ijúka lofsorði á, finst
mér ekki eiga neitt lofsorð skilið og sumt af því naumast vera á
tborð berandi fyrir almenning, svo andstyggilega ljótt sem það er.
Eitthvað af því, sem eg las um skáldsögu þessa — það voru
ósvikin lofsorð um söguna — vakti þó í sálu minni allmikla til-
hlökkun til að kynnast henni nánar. Eg gerði mér í hugarlund,
að þar kæmi einhver »óður til lífsins«, sem yndi væri að lesa og
vekti ijúfar tilfinningar ( sálu lesendans.
En þar skjátlaðist mér meira en lítið.
»Strönd lífsins« er frá upphafi til enda einn hinn átakanleg-
asti »bölsýninnar boðskapur«, sem eg hefi lesið nú í mörg ár. Þar
sér óvíða til sólar. Eða rétiara, sólin fær sjaldan að skína stur.d-
inni lengur fyrir dimmviðris-bólstrum lífsins. Hið góða, sem menn-
irnir vilja, fær ekki að njóta sín fyrir mannvonzkunni í örnurlegustn
myndum. Ovættir eða illvættir lífsins ganga hér ávalt sigrihrós-
andi af hólmi. Hugsjónamennirnir, þeir sem eitthvað gott og gagn-
legt vakir fyrir, verða að lúta í lægra haldi fyrir hinum, þjónum
varmenskunnar. Hinir síðarnefndu halda velli, hinir fyrnefndu
aunaðhvort deyja fyrir tímann eða verða vitskertir eða fara til
Vesturheims, því hér heima snýst alt í móti þeim. Alt þetta
verður skiljanlegt, er vér athugum hverja skoðun höfundurinn virð-
ist hafa á lífinu.
Lífið er »ekki annað en strönd, sem oss skolar upp á, — þar
sem vér brjótum skip vor — hver á sinti hátt. Lifið leikur með
oss eins og lymskufull aldan, það brosir við oss að eins til þess að
gera vonbrigðin — örvæntinguna — enn meiri eftir á«.
Að vÍ8U leggur höfundurinn þessa lífslýsingu sturluðum manni
á varir, en öll sagan virðist bera með sér, að þetta sé líka skoðun
.höfundarins á lífinu — sé sá »sannleikur«, sem »Strötid lífsins« er