Skírnir - 01.08.1916, Blaðsíða 92
Ritfregnir.
[Skírnir.
b!6
Sigurður Þórólfsson : Á öðrum hnöttum. Rvík 1916, VI
+ 110 s., 4to.
ÞaS mun tæplega ofmælt, að engin grein náttúruvísindanna er
jafn háleit og um leið jafn erfiS viðfangs til rannsókna, og stiörnu-
fræðin, og engin heldur eins seiSandi og lokkandi út á hinar tak-
markalausu og hálu brautir ímyndunaraflsins og hún. Þetta afl
stjörnufræðinnar munu flestir, bæði lærðir og leikir, jafnvel þeir,
sem aldrei annars veita náttúrunni í kringum sig neina athygli,
verða varir viS, þegar þeir á heiðskíru, tunglslausu vetrarkveldi
horfa á alstirndan himininn, vitandi, aS hver einn af hinum ótölu-
lega grúa at' tindrandi ljósdeplum, sem hann sér, er regluleg sól,
»eins og sú sem skín næst oss« (svo að eg taki mér oið gamla
Balle í mutin), og að þessar sólir eru dreifðar út um geim, sem
engínn maður veit nein takmörk á. Það mun varla fara hjá því,-
að mennirnir, jafnvel »ofurmennin«, finni þá til smæðar sjálfra sín
og alls þess, sem jarðneskt er.
Af þessum ástæðum er það líklega, að í fáum vísindagreinum
hefir meira verið ritað fyrir alþj;ðu, en einmitt í stjörnufræðinni;
en því miöur hefir íslenzk alþyða farið mjög varhluta af því á
sínu eiginmáli, eins og í flestum öðrum fræðigreinum, og þekking
hennar á stjörntinum eflaust hnignaS mikið á síðari árum, síðan
klukkurnar komu á hvert heimili og í hvern vasa, svo að segja.
ViS höfum beldur ekki haft mörgum mönnum á að skipa til þeirra
hluta, þar sem enginn Islendingur hefir hingað til getað gefið sig
allan við stjörnufræði.
Ur þessu hefir höfundur viljað bæta með útgáfu þessa bæk-
lings, sem nefndur er hér að framan. Hann er orðinn til úr fyrir-
lestrum, sem hann fluttí fyrir nemendum Lyðháskólans á Hvítár-
bakka. A rúmum hundrað síðum segir höfundur sögu stjörnu-
fræöinnar frá elztu tímum, gefur hugmynd um hreyfingar himin-
tunglanna, lýsir sólu og tungli, reikistjörnum og öðru því, er
sveimar í kringum sól vora, bregður sór svo til fjarlægari sólkerfa
(sólstjarna eSa fastastjarna), og tekur svo til íhugunar líf og lífs-
skilyrði á öðrum hnöttum (en jörðunni). Loks stígur hann »niÖur«
á jörðina aftur og gerir grein fyrir hreyfingum hennar og tíma-
talinu.
Meira en þetta er varla að ætlast til, að tekiS só til meSferðar
í jafnlitlu riti, og verður þó að segja, að höfundi hafi yfirleitt tek-
ist vel meðferðin á jafn margbrotnu og erfiðu efni, og er þaS því
viröingarverðara, sem hann má teljast leikmaður í þessari ment,.