Skírnir - 01.08.1916, Síða 93
'Skírnir].
iiitfregnir.
317
og vantar því hina nauðsynlegu undirstöðu sórfræðingsins: víðtæka
þekkingu í stærðfræði, mælingafræði, eðlisfræði og efnafræði. Þetta
kemur og stundum í ljós hjá honum. Stjörnufræðingur hefði t. d.
varla slept þriðju setningunni í Keplers iögum, sökum þess, að
hann teldi of erfitt að sk/ra hana fyrir alþyðumanni, úr því að
‘hinar setningarnar voru teknar.
Sumstaðar veldur málið höfundi nokkurum erfiðleikum á ljósri
framsetningu, og er það vorkunn, því að lítið hefir verið ritað á
íslenzku í þessum fræðum. Þannig talar hann um (bls. 38) ósýni-
lega rauða og fjólubláa liti, þar sem átt er við últra rauða og
fjólubláa. Eg tel æskilegt, að hin útlendu (alm. vísindalegu) fræði-
orð hefðu verið sett í sviga fyrir aftan íslenzku orðin, ekki sízt
sökum þess, að sum þeirra hafa enn eigi fengið fulla festu í mál-
inu, eða eru lítfc kunn.
Heldur kysi eg að kvaðrattölur væru nefndar tvíveldistölur en
fertölur (bæði orðin eru í Jónasar orðabók), ef annars er amast við
orðinu kvaðrat, það er að vísu í samræmi við »ferfet« og »fer-
metri«, en þau orð hafa því miður verið löguð eftir hinum rótt
hugsuðu samsetningum: ferfætla, ferskeytla, ferflötungur, ferhyrn-
ingur o. s. frv.j en eru stytting úr lengri orðum.
Oþarfa tel eg það, að setja gæsarlappir á Kelvin lávarð; hann
mun, sem vísindamaður, óefað geta staðið á eiginfótum.
Af villum vil eg benda á, að höf. segir, að innra tungl Marz
gangi »öfugt« (rangsælis (retrograd) vildi eg heldur segja) við rótta
hnattgöngu; það gengur harðar í kringum Marz, en hann snfst um
möndul sinn og kemur því upp í vestri og rennur í austri, o:
hreyfing sú, sem það ætti að virðast gera sökum dagsnúnings plánet,-
unnar, hefir ekki við hinni.
Myndin af tunglinu (bls. 43) er á hliðinni, o: skautin eru til
hliða í staðinn fyrir upp og niður.
Annars var það aðaltilgangur minn með línum þessum, að
benda mönnum á kver þetta sem stuttan og handhægan leiðarvísi
í því að afla sór þekkingar á stjörnunum og skoðunum vísinda-
manna á þeim, einkum á síðustu tímum, síðan að eðlisfræðin, efna-
fræðin og ljósmyndalistin gengu í þjónustu stjörnufræðinnar og
'vona, að hann geti orðið mörgum að góðu liði.
B. Sæm.