Skírnir - 01.08.1916, Síða 98
322
-Kitfregnir,
[Skírnir...
að tala um örðugieikana við að skýra fjarvísigáfuna, kemst hann.
svo að orði: »Andatrúarmenn eru nú raunar ekki iengi að skýra
þetta frekar en annað með þeirri allsherjar-skýringu sinni, að slík
vitneskja stafi þá af »hugsanaflutningi« frá sálum framliðinna«.
Eg veit reyndar ekki, við hvaða menn höf. á með orðinu
»andatrúarmenn«. En eg held, að hverja merkingu sem hann legg-
ur í það, séu ummælin rÖng. Ef höf. á við þá alla, sem hafa orðiö
sannfærðir um það, að unt sé að ná sambandi við framliðna menn;
þá lenda i þeim hópi aðrir eins menn og prófessorarnir W. F.
Barrett og Sir Oliver Lodge. Engum orðum þarf að því að eyða,
að þeir halda ekki fram neinni slíkri »allsherjar-skýringu«. En þó
að höf. eigi við, til dæmis að taka, þá menn, sem standa að aöal—
málgagni spíritista á Englandi, vikublaðinu L i g h t, þá eru um-
mælin jafnfráleit.
Sannleikurinn er að öðru leytinu sá, að enginn spíritisti, sem
nokkurt mark er tekiö á — og eg hygg helzt alls enginn spíritisti
— mundi setja fjarvísigáfu Drauma-Jóa í neitt samband við hugs-
anaflutning frá sálum framliðinna manna — og aö hinu leytinu sá,
að spiritistar eru í flokki þeirra manna, sem gera mest úr þeim
dúlarhæfileikum, sem með mönnunum búa. Mörgum þeirra eru
þessir hæfileikar, sem svo lítið fá notið sin í þessu lífi, ein af Ijós-
ustu bendingunum um, að menuirnir eigi annað tilverustig í vændum.
En hafi höf. hvorki átt við sálarrannsóknarmennina, eins og
Barrett og Lodge, nó heldur við spíritista, þá veit eg ekki, við-
hverja orðið »andatrúarmenn« á.
Það er mikið gleðiefni, að prófessorinn í heimspeki hór við háskól-
ann hefir fengið áhuga á rannsókn dularfullra fyrirbrigða, ekki sízt
þar sem hann er jafn-snjall rithöfundur eins og Ágúst H. Bjarna-
son er. Hann hefir áður (í Andvara) lagt góðan skerf til fræðsl-
unnar um það, að manngerfinga-fvrirbrigðin gerist í raun og veru.
Með þessari bók hefir hann sannaö fjarvísigáfuna hér á landi.
Óskandi væri, að hann sæi sér fært að gera fleirum svonefndum
dularfullum fyrirbrigðum sömu skil. Hvað sem menn kann aö
greina á um, hvaðan sum þeirra stafa. þá er ekki sjáanlegt að
nokkur maður só neinu bættari fyrir þauti hugarburð vanþekking -
arinnar, að þau sóu ekkert annað ett hindurvitni.
Einar Hjörleifsson.