Skírnir - 01.08.1916, Page 105
Skiroir].
Ritfregnir.
329'
— Já . . . hvað sem þetta er nú að marka. Var þetta ekki
vitleysa, skynvilla hálfsjúks heila?«.
Efinn er ekki enn horfinn skáldinu, sem spurði í kvæði einu,
hvort nokkuð væri »hinum megin«.
Annars er lesendum og öllum ráð að lita hleypidómalaust á
þessi fyrirbrigði, fara þar að dæmi Melans konsúls: »Synir yðar
og heyrnir Iæt eg liggja á milli hluta. Eg veit ekkert, hvað þær
eru, eða hvernig á þeim stendur, og efast um, að nokkur annar
viti það. Samt skal eg ekkert um það fullyrða«. Og ef til vill
er skáldunum ráðlegast að minnast þessa, fara að minsta kosti var-
lega með þau í list sinni, þangað til meira vitnast um þau. En
lesendurnir mega eigi láta þau fela sér s/n á lisfc bókarinnar, feg-
urð og andagift, hversu illa sem þeim kann að líka þau. — —•
Annars virðast ýmsir hversdagsviðburðir og svokaliaðar tilviljanir,
sem hafa einatt örlögþrungin áhrif á iíf vort, alveg eins dularfull1
fyrirbrigði og þau, er andatrúarmenn segja frá, svo að þeirra þarf
ekki eins langt að ieita og maigir ætla.
En hví fór höf. með dulskynjanir inn í skáldsögu sínaT
Vegna skáldlegra áhrifa þeirra? Af því að t. d. ummyndunin sýnir
svo vel það, sem skáldinu býr í brjósti um dýrð og dásemd mann-
legrar sálar? Eða vill hann sýna okkur undramátt þeirra og göfg-
andi áhrif? Eða felst þroskasaga skáldsins að einhverju jdeyti f*
þessari lýsingu? Jafngóð bók hlýtur að eiga rót sína að rekja tii
persónulegrar reynslu. Ef menn bera saman »Vonir«^og þessa
seinustu bók höf., þá sést þar mikil breyting. Þar bregðast
aðalpersónunni allar vonir »eins og allar vonir bregðast«, hér fer
að lokum alt vonum betur fyrir höfuðhetju sögunnar. Eru það
dularfull fyrirbrigði, er kveikt. hafa þetta ljós, sýnt skáldinu töfra-
dýrð mannlegs hugar? Er saga Eggerts mynd af þessari stórvægi-
legu breyting á lífsskoðun og stefnu skáldsins?
Af öðrum mannlýsingum sögunnar má fyrst nefna lýsinguna á
Runka gamla. Hún er snild. Karlinn er ógleymanlegur. Vór
heyrum hann hrista fram úr sér hryssingsleg ónotin og kaldyrðin,
sjáum fyrirlitninguna á svipnura, er einhver minnist á lögregluna.
Alt er með einkennilegum blæ, er hann segir, Hann talar í stutt-
um höfuðsetningum, upphrópunarsetningum og spurnarsetningum.
Hjartgróið hleypidómaleysi Melans konsóls fyrnist og seint. Hann er
mannúð og manneskja frá hvirfli til ilja og lítur alt af á hið innra.
Er gott að eiga slikau tengdaföður. Það sést í þessari bók, hve
8amúð skáldsins er víðfeðm, nær til allra stétta. Hann skilur þá