Skírnir - 01.08.1916, Síða 106
330
Ritfregnir.
[Skirnir.
alla jafnvel, sveitabóndann Sölva, sölukarlinn Runka og auðkyf-
inginn og höfðingjann, Melan konsúl. Hann lýsir stéttahatri, en er
sjálfur öllum stóttaríg ofar. Einkennilegt er, að Melan kemur við
söguna í upphafi hennar og endi, og við fréttum ofurlítið af hon-
um um miðbikið. Hann er í senn sólarlag hennar og morgunroði,
lýsir hana og vermir. Góð er og konsúlsfrúin, ekki svo fágæt
hefðarfrú. Yið flestar persónurnar skilur höf. þannig, að lesendun-
um þykir vænt um þær, nema helzt hana. Svanlaug er einna lit-
daufust þeirra, skáldið hefir lagt minsta rækt við hana.
Þá má ekki gleyma Alfhildi. Hún er ein þeirra ágætiskvenna,
,er allir batna á að kynnast, sívörm laug, hvernig sem viðrar, þar
sem þvo má af flest óhreinindi. Hún er skáld og spekingur í slitn-
um tötrum, brennheit trúkona, kjarkmikil kvenhetja sem fornkon-
ur vorar, trúir á góðleik annarra, af því að sál hennar er full kær-
leiks og gæða. Er bæði siðleg og skáldleg fegurð í lýsingunni á
móðurást hennar og dularfulla sambandi hennar við við guð sinn:
». . . Eg hefi talað mikið við drottin — — — Eg hefi talað við
hann í sólskininu. Þá finn eg, að eg og aðrir smæliugjar erum að
lauga okkur í óendanlegri blessun frá honum. Eg hefi talað við
hann í rigningunni. Eg veit þá, að sorg hans er sorg alheimsins,
og að hún er þyngri og dýpri en öll veraldarinnar höf. Eg hefi
talað við hann í storminum. Eg veit þá, að hann hefir mátt al-
heimsins til þess að vernda þá, sem biðja hann. Eg hefi talað við
hann á nóttunum . . . einkum á nóttunum. Og friður hans hefir
vafist utan um sál mína, eins og himinbláminn vefst utan um
fjöllin fyrir augum okkar, eins og sólargeislarnir vefja sig utan um
skýin á vesturloftinu með alls konar undarlegum, dularfullum )jóma«.
Það hefir verið sagt, bæði í ritdómum og í samræðum um bók-
ina, að það væri ekki Álfhildur, sem talaði við ritstjórann í skrif-
stofuskoti hans, heldur hóldi Einar Hjörleifsson þar á pennanum.
Um hitt ber öllum vi'st saman, að sá kafli só fullur andagiftar og
fegurðar. Þá er eg las bókina fyrst, fanst mér líkt. En ef menn
eiga með þessari athugasemd við það, að gömul kona geti ekki tal-
að svo fagurlega, skjátlast þeim. Og ef átt er við það, að orða-
lagið só ekki Álfhildar, leikur vafi á, hvort þetta só að öllu rétt.
Ef menn leggja hugarhlustir sínar vel við, er hún talar, fer vart
hjá þv/, að þeir finni einstaklingsblæinn á orðalagi hennar, nema
þá er hún flytur ræðuna um eigingirnina á bls. 82. Þar nær
rskáldið henni ekki, og þar þekkist rödd hans sjálfs. Og sama má,