Gefn - 01.01.1871, Page 1

Gefn - 01.01.1871, Page 1
FRELSI - MENNTAN - FRAMFÖR. Suum cuique. I. j>essi þijú orð merkja þrjár óskir allra manna; þær eru óaðgreinanlega samtengdar og engin þeirra getur hugsast án annarar. Yér sjáum ritað um þær hvað eptir annað, á hverjum degi, á hverju ári, og þær verða aldrei tæmdar, eins og þær munu aldrei verða upp fylltar. Allir menn vilja vera frjálsir. En hyað er það að vera frjáls? Hvað er frelsi? Hvað er þrældómur? Hvað er ánauð ? Sumir kalla sig þræla guðs, en þar í liggur það mesta og æðsta frelsi, því sá þrældómur er mótsettur þrældómi syndarinnar, sem er sú mesta og versta ánauð. petta orð »frelsi« er eitt af þeim orðum, sem einna mest hefir verið misbrúkað og misskilið, og vér sjáum þess vegna — einkum nú, þegar þetta frelsi er komið víða, sem margir voru að beriast fyrir — í ýmsum ritgjörðum þrá- faldlega talað um »þá ábyrgð, sem frelsið leggi á menn« — það er með öðrum orðum: í öllu frelsi er ófrelsi, og það er aptur með öðrum orðum: þessar frelsishugmyndir og frelsisprédikanir frelsispostulanna eru tómt bull og þvað- ur. J>eir liafa aldrei getað komist lengra en að hugsa um líkamlegt frelsi, láta alla fá að ráða öllu hvort þeir hafa nokkurt vit á því eða ekki; en þeim duttu aldrei í hug þessi orð: »leitið fyrst himnaríkis og þess réttlætis, því þar 1

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.