Gefn - 01.01.1871, Page 5
5
engum öðrum að kenna. Frá því Islendíngar gengu sjálfir
undir Hákon gamla, hafa þeir verið í þessum sjálfsköpuðu
álögum, en oss var byrlað inn að það væri allt öðrum að
kenna, en ekkert sjálfum oss — og að hverjum gat þá orðið
beinst? Ekki að því ríki sem ekkert hafðilengur saman við
oss að sælda — það fór eins og við var að búast: stjórnin
í Danmörku mátti til að verða þrjóturinn sem hlaut að taka
á móti skellunum. Á hana var alltaf slett vorum eigin
syndum.
Frelsið var prédikað fyrir oss, og þrældómurinn var
prédikaður — þrældómurinn, þessir dönsku hlekkir sem vér
höfðum sjálfir smíðað. Og þetta frelsi, þetta himneska frelsi
— vér hugsuðum að vér mundum aliir verða guðir — vér
hugsuðum að það mundi fara eins og þegar Herkúles blés
hlekkina af Prometheusi, að þá mundum vér fljúga upp til
himna. En vér viljum samt fúslega játa, að þeirsempréd-
ikuðu fyrir oss frelsið, þeir hafa gert oss gagn og komið
okkur áfram — en þeir sögðu að frelsið væri allt annað
en það er.
Fyrstu ár alþíngis voru í rauninni sú fegursta tið sem
vér höfum lifað. Vorið var svo fagurt og himininn svo
hlár og ljómandi, og blómknapparnir stóðu sveittir og þrútn-
ir af þeim krapti lífsins sem í þeim bjó. f>á var vor í
hjörtum vorum — var það ekki von, þegar okkur var veittur
sami réttur sem öðrum, og þjóðkjörnir menn fengu að tala
um málefni þjóðarinnar? J>á ljómaði fyrir augum okkar
sú framtíð, sem átti að líkjast fornöldinni, þegar »frelsis-
röðull á fjöll og hálsa fagurleiptrandi geislum steypti« —
þá voru þessi orð kveðin, og þau voru runnin frá vorsins
hjarta, þegar blómknapparnir stóðu í fyrsta gróandanum.
Hversu óumræðilegar tilfinníngar vöktu þessi orð í hjörtum
vorum! vér sáum valkyrju frelsisins á gullskínandi vængjum
og med glitofnum hlæjum, og geisla sló yfir láð og lög.
En vér vorum þá svo mikil börn, að vér hugðum að frelsis-
gyðjan kæmi til vor, og væri líkamleg — vér gættum þess