Gefn - 01.01.1871, Side 8

Gefn - 01.01.1871, Side 8
8 ■fingis ekki fyrir neinn þann helgidóm sem ekki megi krití- séra eins og hvem annan hlut í heiminum; þíngmennirnir eru dauðlegir og breiskir menn, sumir góðir, sumir þunnir; sumir tala af viti en sumir bulla. það er athugandi hér, að allt sem ritað hefir verið híngað til um alþíng á íslendsku, er samið af alþíngismönnum, sem náttúrlega hrósa alþíngi fyrir alit sem það talar og gerir, af því þeir eru þíngmenn sjálfir. |>að er og mögulegt, að sumir Islendíngar álíti þíngtíðindin jafngild hiblíunni, og að þau innifeli óendanlega vitsku í hverju orði; en vér ímyndum oss, að það mætti stofna búnaðarskóla handa okkur fyrir allt það óþarfa hjal sem tína má saman úr þíngtiðindunum, þar sem önnur og þriðja hver ræða byrjar á því, að þíngmaðurinn »gleður sig yfir að heyra raddir í þessum sal« — það sé »búið að taka þetta fram svo hann þurfi nú ekki að tala mikið« — hann skuli »ekki lengja þíngræðurnar« — einn segir að það sé ekki »spaug« fyrir sig að tala allt það sem hann hefði ætlað að segja, en samt ætli hann að tala — annar segist vera eins og Herkúles, og ræða hans er kannske líkt og Herkúles mundi hafa talað ef hann hefði verið alþíngismaður; sumar ræðurnar innihalda ekkert annað en játníngu um, að þíng- maðurinn hafi ekkert vit á málinu, og slíkar ræður eru opt miklu lengri en trúarjátníngin. Yér erum enn ekki búnir að gleyma þjóðfundinum sáluga, þegar fundarmenn »samau í krans þar sátu snjallir« og stóðu upp og heilsuðu »degi frelsisins«, eins og við hefðum verið í harðasta þrældómi, en voru síðan alltaf að tala um tómar þíngsafglapanir og gerðu þar með fundinn að einni einustu þíngsafglapan, hverrar dæmi ekki finnst í þíngsögu nokkurs lands — þá stóðu þeir upp hvorr á fætur öðrum og sögðust hér eiga að tala þau orð sem ætti að standa um aldur og æfi, fyrir alda og óborna — ekki vantar stóryrðin! Svo er allt þetta ritað í þessa pólitisku biblíu, sem kallast »Alþíngistíðindi« og »þjóðfundar- tíðindi«, og á hana eigumvérað læra alla okkar pólitík! — einusinni höfðum við líka Núcleus til að læra latínu af. —

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.