Gefn - 01.01.1871, Page 12

Gefn - 01.01.1871, Page 12
12 niðrg' þúsund dali eptir stríðin; en vér getum engri stofnan komið á fót handa sjálfum oss, og vér gelum nú ekkert nema stjórnin kosti allt. J>að er einmitt þessi kenníng, sem seinni tíma menn vorir hafa upp fundið, sem hefir skaðað okkur meir en flest annað sem komið hefir verið fram með, því hún felur í sér hina sterkustu hvöt til að leggja árar í bát og hætta öllum eigin tilraunum; menn þvkjast ekkert geta gert fyrr en peuíngarnir komi — þá á að gera allt (alias: eyða peníngunum). Með mátulegum efnum fylgir meiri farsæld en með ógrynni fjár: »Non possidentem multa vocaveris recte beatum; rectius occupat nomen beati, qui deorum muneribus sapienter uti duramque callet pauperiem pati, peiusque leto flagitium timet, non ille pro caris amicis aut patria timidus perire.« ‘) Öll sú skekkja, sem ríkir hjá oss í þessu efni, er alþíng- ismönnum að kenna. Land vort er aldrei borið saman við þau lönd, seiu liggja á sömu hnattstöðu, heldur alltaf við mestu gróðalönd í suðurheimi; aldrei saman við lands- bygð eða sveitalíf erlendis, heldur alltaf við stórborgir og skrautbyggíngar. J>að vita allir að ísland er fullauðugt land til að ala sig sjálft án nokkurs dansks dalakúts, en nóta bene ekki til þess að lifa á frönsku eða dönsku, heldur á ‘) Ekki skaltu kalla þann verulega sælan sem erauðugur; heldur má sá kallast sæll, sem kann að nota viturlega gjafir guðanna og ekki lætur bugast af fátæktinni, og sem óttast glæpi, sem eru verri en dauðinn: sá mun ekki vera hræddur að láta líf sitt í'yrir ástkæra vini og óðaltoríu (Horat. Od. IV. 9).

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.