Gefn - 01.01.1871, Page 16

Gefn - 01.01.1871, Page 16
16 það er ekki féleysið, sem stenduross fyrirþrifum, lieldur fámennið. Fyrst vér ekki viljum fvlla landið af útlend- íngum, til þess að yrkja það og nota, þá verðum vér að bíða, þángað til nóg er orðið af innfæddum mönnum. það verður lángur tími, en það er enginn ómögulegleiki, og að því eigum vér að styðja, því einmitt þá tökum vér fram- förum af eigin ramleik, og þessar framfarir eru ekki bygðar á ærnum kostnaði, heldur á ýmsum smáhlutum. Mannfjöldi á íslandi hefir töluvert farið vaxandi frá því sem hann var á næstliðinni öld, sem kemur án efa af því, að menn hafa farið betur að ráði sínu í ýmsum hlutum en áður. Yér skulum nefna nokkra hluti til dæmis, sem olla mannfækkun- inni: það er t. a. m. ill meðferð og hirðulaus á úngbörnunum, illur og ónógur klæðnaður og slæm húsakynni, óþrifaskapur, illur útbúnaður til sjáfarins — um ekkert af þessu talar alþíngið, en er alltaf að róta í ímynduðum peníngahrúgum í sínum frelsisljómandi loptköstulum. Alþíng er er annars í stjórnarmálinu eins og einhverr leikaraflokkur sem kemur saman annað hvort ár til að spila á þetta pólitiska psalteríum, sem meiri hlutinn svo lengi hefir tamið sér að sýngja á eptir gorhljóðandi grallara- nótum. f>ar vantar allt frelsi, því þíngið er alltaf í sífeldri hugsunar-áuauð. Eins og seinasta þíngið var saman sett, þá var meginhluti hinna þjóðkjörnu öldúngis ókunnugir menn sem enginn hafði áður heyrt getið um og sem auð- sjáanlega ekkert vissu; sumir voru nýskroppnir út úr presta- skólanum — prestaskólavitskan skín út úr öllum þeirra ræðum — og endirinn verður sá á þessum samsetníngi, að ótal axarsköptum er veifað á þínginu eins og þegar Ormur Stórólfsson veifaði beitiásnum fyrir Eirík Hákonarson svo enginn þorði nærri að koma: eins kemst enginn að fyrir kalli og moðreyk, ef hann þorir að vera á annari meiníngu. Enginn þorir að styggja þjóðforíngjana eða forsetana, og svo er öll velferð lands vors, þegaröllu er á botninn hvolft, komin undir eintómum persónulegum skrípalátum, smjaðri

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.