Gefn - 01.01.1871, Page 17

Gefn - 01.01.1871, Page 17
17 og uppsleikíiigum. I>efcta köllum vér herfilegan þrældóm, og þetta gengst alltaf við, þrátt fyrir öll þau »teikn tímans«, upplýsíngarræður og réttvísisþvaður sem hverr og einn er sífelt að tögla á. Annars sýnist svo sem enn eymi eptir hjá okkur ekki svo lífcið af eptirsókn eptir lagakrókum og annari slíkri spilamenn- sku, sem var svo tíð í fornöld, en opt og tíðum öldúngis raung, þegar eitfc mikilsvert mál var látið vera komið undir einhverjum einum afgömlum og því nær ókunnum lagastað; og þó að sú ráðstafan væri gerð, að lesa skyldi lögin upp á alþíngi á hverjum þrem árum1) svo þau skyldu alltaf vera úng og ekki falla úr minni, þá er auðséð að þessvar öldúngis ekki alveg gætt, eins og líka þetta dauðahald við dauðan bók- stafinn felur í sér hcmlu á allri framför og lífshreifíngu í þjóðlíkamanum, svo hann verður eins og mosavaxinn stein- gjörvíngur. J>að er ekkert fagurt merki þjóðarlífsins í Noregi, þegar Eysteinn konúugur eyddi máli Sigurðar Hrana fyrir Sigurði Jórsalafara hvað eptir annað, einúngis með því að vefengja þíngstaðina — eða þjóðarlífs Íslendínga þegar eptir- málin urðu um Njálsbrennu, og jpórhallur Ásgrímsson eyddi alltaf málinu fyrir þeim Elosa einúngis með afgömlum laga- krókum, en alltaf æpti múgurinn við hvorn sem ofaná varð í þann svipinn að nú væri fremursókn en vörn; og súsnilli sem menn furðar svo mikið á í þessum lagasóknum er opt og tíðum — hversu ágæt og merkileg sem fornöldin annars er — ekki í öðru innifalin entómum orðaleik ogformúlum, en um sanngirni og skynsemi var ekki talað, og engum datt í hug að skýra lögin eða sveigja hið minnsta til eptir kríng- umstæðunum, þó rétturinn skini beint framan í alla bjartur sem sólin; enda sannast þetta einmitt á því, að lagastafurinn ') petta er engin óviðjat'nanleg vitska, því lög munu þannig all- staðar í fornöld hafa verið upp lesin á þíngum fyrir þjóðinni. Móses lög voru lesin upp fyrir lýðnum á stórhátíðum hvað eptir annað. 2

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.