Gefn - 01.01.1871, Page 18

Gefn - 01.01.1871, Page 18
18 dugði ekki eingaungu svona eintrjáníngslega fram barinnr heldur börðustmenn á þínginu upp úr öllu saman; ogþegar sætt varð loksins komið á, þá var ekki snúið til hans aptur, þá var hann ekki einhlítur, þá var hann yfirgefinn, þá var honum loksins kastað, og þá fyrst komst skynsemin og sanugirnin að. Oldúngis eins er þessu varið með alþíng nú; í öll þau tuttugu og fimm ár sem það hefir staðið, hefir alltaf dauðum bókstafnum verið otað fram svo ein- trjáníugslega og óþyrmilega sem unnt hefir verið, og það með því meiri heppni, sem það er í rauninni lítill frami að standa uppi á alþíngi og þemba ístruna og belgja gúlana á móti þessum fáu »mönnum stjórnarinnar«, sem alltaf eru í einstrengdum minna hluta, sem aldrei fá neitt meðhald á þínginu, sem eru álitnir óvinir fósturjarðar sinnar og hæddir og níddir, og sem alltaf fremja þá »synd« að þeir eru stiltir og rólegir og fylgja orðum Krists, að ef þú ert löðrúngaður á ena hægri kinn, þá bjóð ena vinstri fram.1) það vill annars svo skrítilega til, að þessir menn eru láng-lærðastir og gáfaðastir af öllum á þínginu — og það er samt ekki svo skrítilegt, því einmitt þeir eru frjálslyndari en hinir, sem ekki eru sjálfum sérráðandi, heldurgaula áþjóð- argrallarann eptir nótum »þjóðhöfðíngjanna«. j'að hefir alltaf híngað til farið svo, að gáfuðustu mennirnir hafa fylgt þeim skoðunum, sem mest var frelsið í. j>að sýnir einmitt að stjórnarinnar skoðanir eru réttar, hversu örðugt sem þær eiga með að komast fram, því það er lítill vandi að bera menn ofurliða með gargi og kalli, en sem er öldúngis ekki »rödd þjóðarinnar«, heldur spangól sem búið er að venja í menn. þar er ekkert að tala um sjálfshugsun né vilja, heldur gildir þar einúngis setníngin úr orðum hins trúaða: ') Marcion, sem lifði á2ri öld, sagði aðKristur hefði kenntþetta til þess að egna menn upp; en eins og hann fann upp á fleiri líkum hártogunum á orðum ritníngarinnar, eins getur enginn komið upp með þetta hér.

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.