Gefn - 01.01.1871, Side 22

Gefn - 01.01.1871, Side 22
22 örlagavefinum. þetta köllum vér þrældóm og herfilega ánauð. og þaö svarar illa til þeirrar hugmyndar sem menn gera sér um frelsi; enda hefir og svo mikið kveðið að J>ví á síðasta þínginu, að hinir fáu þíngmenn, sem voru sjálfum sér ráðandi, voru hættir að geta þagað vfir því, og kvörtuðu hvað eptir annað yfir þessari kúgun. J>á var öðru vísi á þíngunum áðrn', meðan forsetarnir stjórnuðu því formlega og þínglega, en héldu sér frá að liafa áhrif á meiníngar manna, og aldrei höfum vér heyrt að svo gángi til á ríkisþínginu hér, og aldrei datt neinum slíkt í hug á aiþíngi fyrr, hvorki þegar Páll Melsteð eða Hannes Stephensen voru forsetar. Eius og Loðvík fjórtándi sagði: »ríkiö, það er eg«, eins getur þá forsetinn sagt: s>þíngið, það er eg« — það er þá í rauninni óþarfi að nokkurr einn einasti af þjóðarinnar hálfu annarr en hann sitji á þíng- inu, þegar allir vita að allt það sem talað er, er ekki annað en það sem forsetinn vill vera láta. J>íngið er þá ekki rödd þjóðarinnar, ekki einusinni sjálfra þíngmanuanna, heldur for- setans eins. Vér gefum forsetanum hér með ekkert að sök, því liverr maður hefir rétt til að halda fram sinni mein- íngu; en vér segjum hitt, að það er ófrjálst þíng, sem lætur forsetann fara í kríng með sig eins og höfuðsóttarskepnur. Ef nokkur kemur hér með þá mótbáru, að svo og svo margar bænarskrár hafi komið frá öllu landinu um stjórnarmálið, þá vísum vér til þess sem herra Pétuv sagði (bls. 785): »að flestar þessar bænarskrár eru svó til komnar, að einstaka menn, sem hafa meiri eða minni interesse af pólitík, munu hafa komið þeim á gáng, en engan veginn almennur þjóð- arvilj i« — og það sem framsögumaðurinn hefir svarað hér uppá, er jafn ómerkilegt og það, þegar liann ætlaðist til (bls. 781) að stjórnin skyldi kjósa menn fyrir sína hönd til þess að hrinda öllum málum fyrir henni. Hér er öldúngis samkynja þrældómur eins og sá sem Jesúítunum er brígslað um; meðan þeir gátu verið einir um hituna og haldið lýðn- um í hugsunaránauð og fávitsku, þá voru þeir ofauá; en því meira sem upplýsíngin fór vaxandi, því meira fór þeim

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.