Gefn - 01.01.1871, Page 31
31
og hrjóstrug; þai' sem allir fjársjóðir fornaldarinnar voru
harðlæstir höndum jötna og landvætta — höfum vér ekki
heyrt að Kólúmbus fór til Islands til þess að fá einhverjar
fregnir um lönd í vesturátt, en fekk engar af því hann gat
líklega ekki talað við neinn íslendskan mann? Eins og
Leifur og Yínlandsferðirnar hafi nokkurn tíma gleymst á
Islandi? — Hvaða unað eða gleði munu höfuðsmennirnir
hafa haft af okkar fjöllum, forsum og dölum? Litu þeir
á hraungjótuna, þar sem bláklukkan hneigði sig upp við mosa-
vaxinn stein, eða hlustuðu þeir á varpfuglana sem hjöluðu
meðan sólin rann? Nei, sú stórkostlega náttúra hefir sýnst
þeim alvarlegri og illúðlegri en svo að hún fengi bætt þeim
upp fósturjarðar-missinu; og hverr getur láð þeim það?
Hverr getur láð þeim þó þeir áliti það sem útlegð og ill
forlög að hljóta að hýma hér út í norðurhöfum í einveru
og kulda, lángt frá glaumi heimsins og fósturjörðu þeirra?
Svona hafa allir danskir stiptamtmenn vorir hugsað, allt
þángað til þessi kom, því hann er sá einasti sem hefir getað
— sjálfsagt meðfram fyrir krapt ætternisins — sætt sig við
Island og fundið til þess — vér getum ekki varið oss að
hugsa um morgunroða og sólarhoða.
Af ölluþessu geta allir séð, sem vilja sjá, að fram yfir
aldamót getur ekki verið um neina pólitiska skoðan, ekki
um nokkra rétta skoðan á landi voru að tala, hvorki af
Dana né Íslendínga hálfu. Eptir allri aðferð sjálfra forfeðra
vorra höfum vér fulla ástæðu til að gruna, að einmitt þeir
sjálfir bafi gefið stjórninni þessa jarðasölu-liugmynd, þrátt
fyrir það þó sagt sé að Jón Eiríksson hafi sett sig á móti
henni. Að minnsta kosti var ekki nóg með það að jarð-
irnar voru seldar, heldur urðu Íslendíngar sjálfir guðsfegnir
að geta hramsað þær til þess að níða þær niður sem mest
og láta þær síðan leggjast í eyði. Um þetta getur heldur
enginn, og ekki lætur neinn sér detta í hug, að það fyrsta
stig til framfara er það, að hafa þrek til að kannast við
sínar eigin yfirsjónir.